fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Saka tryggingafélögin um lögbrot og þvinganir

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 19:00

FÍB segir okur og enga samkeppni einkenna tryggingamarkaðinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír lögmenn saka íslensk vátryggingafélög um að brjóta gegn réttindum tjónþola í skaðabótamálum, sem og gegn íslenskum lögum. Saka þeir sömuleiðis íslenska lögmenn um að leyfa þessu að viðgangast.

Sá sem verður fyrir tjóni þarf að sanna það

Í skaðabótarétti gildir almennt sú regla að sá sem heldur fram að hann hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni og krefst vegna þess skaðabóta, þarf að sanna tjón sitt. Því hefur verið talið til grundvallarréttinda þess einstaklings að hafa sjálfur forræði á sönnunarfærslunni. Svo sem með því að fá hlutlausan matsmann til að meta tjónið. Hins vegar virðir Ísland ekki þessi grundvallarréttindi.

Þetta benda lögmennirnir, Steingrímur Þormóðsson, Þormóður Skorri Steingrímsson og Fjölnir Vilhjálmsson, á í Morgunblaðinu í dag.

Tryggingafélögin neita 

Samkvæmt lögum á Íslandi er starfrækt örorkunefnd sem upphaflega átti að meta miska og varanlega örorku eftir slys. Örorkunefndin réði þó ekki við þann fjölda mála sem vísað var til hennar og því var gerð breyting á lögum svo örorkunefndin varð í reynd nefnd á öðru stigi, þ.e. aðilar máls eigi að byrja á því að afla sér sjálfir mats og ef við það verður ekki unað er hægt að skjóta því til örorkunefndar.

Eftir þessa breytingu varð það þó raunin að lögmenn þeirra sem höfðu orðið fyrir tjóni og gerðu kröfu til tryggingafélaga sinna um skaðabætur, öfluðu sjálfir mats án samráðs við tryggingafélögin.

Tryggingafélögin neita í flestum tilvikum matinu og bera við að ekki hafi verið fenginn hlutlausir matsmaður í samráði við tryggingafélagið. Hæstiréttur felldi þrjá dóma sem úrskurðað var að tryggingafélagi væri skylt að greiða bætur eftir slíku mati, nema ef örorkunefnd hnekkir því. En þetta þýðir að ef tryggingafélag vill ekki unna mati sem tjónþoli hefur aflað, þá skal það leita til örorkunefndar. Ef slíkt er ekki gert á matsgerðin að standa sem áður.

Dómarnir breyttu þó ekki framkvæmdinni. „Þrátt fyrir nefnda dóma halda vátryggingarfélögin uppteknum hætti og mótmæla matsbeiðnum sem tjónþolar biðja um einhliða. […] Hóta félögin því gjarnan að þau muni ekki greiða matskostnaðinn, enda þótt þeim sé það skylt.“

Matsmenn ekki hlutlausir

Samkvæmt grein lögmannanna þriggja hafa vátryggingafélög hér á landi tekið upp á því að fá lögmenn tjónþola til að gera með þeim sameiginlega beiðni um mat á afleiðingum slysa. Í framkvæmdinni felst það í því að lögmaður tjónþola undirritar matsbeiðnina sem er samin af tryggingafélaginu og ræður félagið sömuleiðis miklu um hvaða aðili er fenginn til að framkvæma matsgerðina. „Semur vátryggingafélagið í þessum tilvikum matsbeiðnina og ræður að verulegu leyti vali á matsmönnum.“ Kalla þremenningarnir þessa aðferð „þvingað samráð“.

Lögmennirnir halda því fram að sömu matsmennirnir séu ítrekað valdir í þessi verk og þiggi fyrir það verulegar fjárhæðir. „Ekki getur því verið um hlutlausa matsmenn að ræða og þeir lögmenn, sem á þessa framkvæmd fallast, eru varla að gæta hagsmuna umbjóðanda sinna, en tryggja hins vegar greiðslu kostnaðarins vegna matsgerðanna, sem er reyndar verulegur“

Í grein lögmannanna halda þeir því fram að með ofangreindri venju sé í reynd verið að brjóta gegn lögunum um að tjónþoli geti sjálfur aflað mats á líkamstjóni sínu. Dómaframkvæmd sé skýr um að ef tryggingafélagið sættir sig ekki við matsgerð þá eigi það að leita til örorkunefndar. Þess í stað kjósa tryggingafélögin þetta þvingaða samráð.

Lögmennirnir þrír benda einnig á að þó að í þessari framkvæmd felist oft að matsmenn séu dómkvaddir þá verði að taka það með í reikningin að þessir matsmenn hafa á einum eða öðrum tíma verið bundnir tryggingafélögunum fjárhagslegum tengslum og séu því líkur á að þeim skorti hæfi til að gæta hlutleysis.

„Gerum tryggingar betri í alvörunni, því tryggingar snúast um fólk,“ segir í niðurlagi pistilsins, sem óneitanlega vekur um spurningar um hvaða hagsmuna félögin eru í reynd að gæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar