fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Rasískt myndband íslensks drengs vekur reiði : „Þú ert kórónaveiran“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur borist fjöldi ábendinga í kvöld um myndband í dreifingu sem sýnir íslenskt ungmenni veitast að konu að asískum uppruna og hreyta í hana ónotum.

Myndbandið birtist fyrst á samfélagsmiðlinum TikTok og var hlaðið upp af notanda sem gengur undir nafninu Mhm_mhm. Hringbraut greindi fyrst frá málinu.

Á myndbandinu má heyra ungan mann standa fyrir framan konuna og segir hann ítrekað „Þú ert kórónaveiran“ . Andlit drengsins er falið með broskall eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Konan reynir að svara fyrir sig : „Nei ég er góð manneskja, ég er á leiðinni frá Íslandi“ þá segir drengurinn : „Nei þú ert kórónaveiran“. Má heyra að konunni er nokkuð niðri fyrir.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð og margir fordæma unga drenginn fyrir athæfið. Myndbandinu var meðal annars deilt inn á Facebook hópinn Beauty tips og greindi þar einn meðlimur frá því að hafa tilkynnt myndbandið til stjórnenda TikTok í von um að það verði tekið út. Eins kveða heimildir DV að nokkrum einstaklingum hafi tekist að hafa upp á drengnum sem deildi myndbandinu á TikTok og ætla að setja sig í samband við foreldra hans

Auknir fordómar á tímum COVID-19

Eftir að COVID-19 faraldurinn skall á hafa margir einstaklingar af asískum uppruna mátt sæta auknum fordómum og rasisma.

Rosalind Chou, prófessor í félagsfræði við háskólann í Georgíufylki í Bandaríkjunum greindi frá því í síðasta mánuði að hún hefði orðið vitni af atviki sem væri gott dæmi um hvernig fólk virðist tengja kórónuveiruna við einstaklinga af asískum uppruna. Hún var stödd í flugvél og sá sessunaut sinn taka upp símann og taka mynd af farþegum í flugvélinni og senda á vinkonu sína. Í flugvélinni voru nokkrir einstaklingar af asískum uppruna. Chou sá að með myndinni sendi hún skilaboðin „það er fullt af þeim hérna, biddu fyrir mér“. Chou sagði að staðan væri orðin sú að hún óttaðist að hósta á almannafæri. „Ég óttast það að hósta á almannafæri, hósta sem einstaklingur af asískum uppruna og viðbrögðin sem annað fólk gæti sýnt við því.“

Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið gerðar nýverið á hatursfullum og fordæmafullum ummælum á Internetinu í garð einstaklinga af asískum uppruna, þá má mæla marktæka aukningu eftir að faraldurinn skall á.

„Fólk sem lítur út fyrir að vera kínverskt, einkum þeir sem ganga með hlífðargrímur, eru í aukinni áhættu að mæta álíka fordómum og múslimar sem gengu með túrban lentu í í kjölfar hryðjuverkanna þann 11. september 2001,“ hefur Washington Post eftir Russel Jeung, fræðimanni í asískum-amerískum fræðum í Bandaríkjunum.

Frétt Guardian

Frétt Washinton Post

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum
Fréttir
Í gær

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“