fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitar að Söndru Líf

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. apríl 2020 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitin að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long heldur áfram í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu til fjölmiðla.

Um hádegi fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið og verður við leit við strandlengjuna, það er frá Gróttu og suður fyrir Álftanes.

Jafnframt munu björgunarsveitarmenn vakta sama svæði á háfjöru.

Sjá einnig: Lögreglan vinnur úr fjölda ábendinga vegna hvarfs Söndru

Söndru Líf hefur verið saknað síðan á skírdag. Bíll hennar fannst á Álftanesi á laugardaginn. Lyklar og snjallsími hennar voru í bílnum.

„Við fengum mikið magn af ábendingum frá fólki í gær. Sumar er búið að elta uppi og aðrar eru til frekari skoðunar,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV um rannsóknina í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt