fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Íbúum Vesturbæjar brugðið vegna skemmdarvargs – Emmsjé Gauti kom til bjargar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. apríl 2020 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúum Vesturbæjar Reykjavíkur brá í brún þegar þeir tóku eftir óprúttnum aðila sem málaði yfir listaverk á grindverki á Hofsvallagötu. Listaverkið sýnir svipmyndir úr vinsæla tölvuleiknum um ítalska píparann Maríó, en einnig mátti þar líta þekktasta merki miðbæjarins, Hallgrímskirkju. Listamaðurinn Joan Pictures málaði verkið á síðasta ári.

Athygli var vakin á málinu í hóp á samfélagsmiðlum fyrir íbúa Vesturbæjar. Þar lýstu margir yfir undran yfir því að einhver væri að mála yfir verkið og töldu ljóst að þarna væri um eignaspjöll að ræða.

Það var svo tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, sem kom til bjargar.

„Varð vitni að þessu. Ég náði góðri mynd af henni áður en ég tók af henni pensilinn, illa við að pósta henni hérna en skal senda myndina á ykkur. Svo labbaði hún inn í kjallaraíbúð í götunni,” sagði rapparinn á Facebook.

Bætti hann síðar við í þræðinum að þetta væri hálf grátbrosleg þróun í lífi hans.

„Hvern hefði grunað að einn daginn myndi ég snitcha á graffarana í hverfinu.”

Einn aðili í hópnum greindi frá því að atvikið hefði verið tilkynnt til lögreglu sem hefði þegar haft uppi á skemmdarvarginum. Auk þess hafi listamanninum Juan Pictures verið gert viðvart um skemmdirnar og ætli hann sé að bæta úr þeim við fyrsta tækifæri.

Juan Pictures er ákveðinn í að koma sem fyrst og laga skemmdirnar. Við létum lögregluna vita af þessu og gáfum skýrslu og sendum þeim myndirnar af konunni. Lögreglan er búin að finna og tala við þessa konu og vonandi gerist þetta ekki aftur, en það er auðvitað ekki hægt að ganga að því að vísu, því miður. Það er gaman að búa í hverfi þar sem fólk vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt, höldum því áfram.”

Virðist skemmdarvargurinn helst hafa haft hug á því að afmá Hallgrímskirkju af listaverkinu, en þeir sem eru kunnugir leiknum Super Mario vita væntanlega vel að Hallgrímskirkju er þar hvergi að finna. Kannski var skemmdarvargurinn aðeins að gæta þess að verkið væri sögulega rétt, en samkvæmt þræðinum fengu þeir aðilar sem tilkynntu hátternið til lögreglu, enga skýringu á ástæðu verknaðarins.

Íbúar Vesturbæjar þurfa því ekki að örvænta því Gauti Þeyr stöðvaði skemmdarvarginn áður en mikill skaði var skeður og listamaðurinn sjálfur hefur lýst yfir vilja til að lagfæra það sem varginum tókst að skemma.

Blaðamaður DV náði tveimur myndum af skemmdarverkunum á kvöldgöngu í kvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum