fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fjölgar starfsstöðvum úr fjórum í ellefu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 07:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur þurft að fjölga starfsstöðvum sínum úr fjórum í ellefu vegna COVID-19 faraldursins. Þetta er gert til að draga úr líkunum á að starfsfólk SHS smitist.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra, að starfsmenn hafi breytt öllu hjá sér til að sinna þessu verkefni.

„Við höfum þurft að fjölga starfsstöðvum til að minnka líkurnar á að okkar starfsfólk smitist. Við verðum líklega með um ellefu starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þegar við höfum lokið við að setja allt upp, vanalega erum við með fjórar.“

SHS hefur sett upp starfsstöðvar víða um borgina, til dæmis í húsnæði Frumherja og björgunarsveitarinnar Ársæls á Granda og á Grand Hóteli.

Ástæðan fyrir fjölgun stöðvanna er að nauðsynlegt þykir að minnka þann fjölda starfsfólks sem vinnur saman með það að markmiði að ef smit kemur upp lendi færri í sóttkví eða einangrun.

„Starfsfólkið hefur tekið vel í þessar breytingar og sér tilganginn í þessum aðgerðum. Okkar starfsmenn eru útsettari fyrir smiti en margir aðrir því að þeir sinna smituðum einstaklingum og það hefur áhrif á starfið og þeirra einka- og fjölskyldulíf ef þeir lenda í sóttkví eða einangrun.“

Er haft eftir Jóni Viðari sem benti einnig á að viðbragðstíminn verði einnig að vissu leyti betri þar sem starfsstöðvarnar eru dreifðari um höfuðborgarsvæðið. SHS hefur einnig tekið nýja bíla í notkun til að flytja þá sem eru COVID-19 smitaðir.

„Í þessum nýju bílum getum við flutt  COVID-sjúklinga sitjandi ef þeir eru ekki það slæmir að þeir þurfi að liggja út af. Við erum með tvo þannig bíla og svo erum við líka með bíla sem eru sérstaklega fyrir  COVID-sjúklinga sem þarf að flytja liggjandi.“

Sagði Jón Viðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“