fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Fréttir

Árni Pétur kemur kynferðislega ögrandi mynd til varnar – Segir femínista komna á hálan ís – „Ætlum við að leggja allar kvikmyndir í dóm fyrir siðanefnd?“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Pétur Arnarsson, nemi í kvikmyndafræði, kemur kvikmyndinni Elle til varnar í pistli sem birtist á Stundinni. Myndin var sýnd á RÚV á sunnudaginn en ekki voru allir parsáttir með þá ákvörðun. Hópur kvenna sendi út yfirlýsingu sem birtist á Stundinni vegna sýningarinnar.

„Myndin er sannkallaður löðrungur í andlit þolenda kynferðisofbeldis. Aðra eins upphafningu nauðgunarmenningar er varla hægt að bera á borð,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Sjá einnig: Fjöldi kvenna hjólar í RÚV vegna umdeildrar bíómyndar: „Fullkomin vanvirðing

Árni Pétur segir að femínistar séu komnir á hálan ís þegar þeir vilja banna sýningu ákveðinna mynda.  Hann hefur pistil sinn á því að nefna tvær staðreyndir um málið:

„1: Það er ekkert að finna í jafnréttisyfirlýsingu RÚV er snýr að vali á myndmiðlum til sýningar. Fyrir utan tvær setningar („Jöfn kynjahlutföll í hópi viðmælenda í allri dagskrá allra miðla“ og „Að sýna frumkvæði með kynjasamþættingarverkefnum á sviðum þar sem ójafnvægi ríkir“) fjallar allt skjalið um innri starfsemi RÚV og markmið þeirra að tryggja jafnrétti á vinnustaðnum.“

Árni Pétur bendir svo á að leikstjórinn sé þekktur fyrir satíru. „2: Paul Verhoeven hefur oft verið mjög umdeildur kvikmyndagerðarmaður sem hikar ekki við að gera kynferðislega ögrandi verk. Auk þess er stíll hans oft svo löðrandi í satíru að mörgum er ómögulegt að sjá muninn. Besta dæmið er kvikmyndin Starship Troopers frá árinu  1997. Þegar hún kom fyrst út var hún harðlega gagnrýnd af mörgum fyrir að hylla fasisma og hernaðarbrölt. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, eftir að myndin hafði öðlast dyggan „költ“ aðdáendahóp, sem umræðan um hana fór að breytast og fólk sá betur hversu snilldarlega myndin hæðist að þeim undirliggjandi hvötum og andvaraleysi sem gerir fasisma aðlaðandi í augum sumra,“ segir Árni Pétur.

Siðanefnd

Hann bendir svo á að téð mynd hafi fengið lof frá mörgum konum svo ekki sé hægt að segja að einhugur sé um málið. „Hér er því augljóslega stór munur á því hvernig myndin er túlkuð eftir því hver sér hana og þar liggur hundurinn grafinn. List og listamenn munu alltaf ögra, það er þeirra hlutverk. Listinni þarf að vera frjálst að gægjast inn í myrk horn hugans, draga beinagrindur fram úr skápnum og varpa ljósi á þær hliðar okkar sem við viljum kannski ekki alltaf sjá. Um leið og við förum að segja skapandi fólki hvaða viðfangsefni eru ásættanleg og hver ekki, um leið og við segjum að verk eigi ekki heima fyrir augum almennings því þau særi blygðunarkennd eða tjái „ljótar“ hugmyndir, þá erum við komin á virkilega hálan ís sem samfélag,“ segir Árni Pétur.

Hann spyr svo hvar þessi lína eigi að vera: „Því ef við ætlum að byrja að banna eitthvað, hver er það þá sem fær að ákveða hvar línan er dregin? Ætlum við að leggja allar kvikmyndir í dóm fyrir siðanefnd áður en þær fara í sýningu? Ætti það að fara eftir viðhorfum útvarpsstjóra? Eða kannski bara eftir því hver getur safnað flestum undirskriftum á internetinu?“

Alltaf hægt að skipta um stöð

Árni Pétur segir að góð list sé torræð og oft erfitt að melta hana. „Það góða við list er að hún getur verið torræð. Þess vegna er hún áhugaverð! Raunveruleg merking listaverks er ekki fullmótuð fyrr en í huga þess sem ber verkið augum og er því ávallt gífurlega einstaklingsbundin. Fólki þarf að vera frjálst að tjá sig í list, og því þarf líka að vera frjálst að njóta og ræða list annarra án sleggjudóma. Köllum þessa kröfu því réttu nafni: þöggun og tilraun til ritskoðunar.

Það skiptir ekki máli hversu viðkvæmt viðfangsefnið er.

Það skiptir ekki máli hversu „lélegt“ listaverkið er.

Það skiptir ekki máli hversu góður tilgangurinn er.

Ritskoðun og þöggun á ekki rétt á sér, stríðir gegn málfrelsisgildum okkar Vesturlanda og gerir okkur öll andlega fátækari.

Ég vil því góðfúslega biðja alla þá sem skrifuðu undir þessa áskorun, eða telja hana hafa rétt á sér, að líta vandlega í eigin barm og spyrja sig í hverslags samfélagi við viljum búa.

Svo er líka alltaf hægt að skipta um stöð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra
Fréttir
Í gær

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands

Telur líklegt að Icelandair geti samið við flugliða utan Flugfreyjufélags Íslands
Fréttir
Í gær

Eldur logaði í bíl

Eldur logaði í bíl
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram

Forsetaframbjóðandi vildi borga fimm ár fyrirfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningi

Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“

Ragnar hljóp á sig og viðurkennir mistök – „Það kom mér á óvart hversu langt þetta er komið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við“

„Flugfreyjur fá aldrei laun frá bandaríska fjárfestinum sem þær sætta sig við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum

Auðveldara en áður að hækka verð og okra á viðskiptavinum