fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fréttir

Fjöldi kvenna hjólar í RÚV vegna umdeildrar bíómyndar – „Fullkomin vanvirðing“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið sunnudagskvöld var kvikmyndin Elle eftir Paul Verhoeven á dagskrá RÚV. Kvikmyndin vakti lukku á verðlaunahátíðum þegar hún kom út og vann meðal annars til tveggja Golden Globe verðlauna.

Ekki eru þó allir sáttir með sýningu RÚV á myndinni en hópur kvenna sendi út yfirlýsingu sem birtist á Stundinni vegna sýningarinnar. „Myndin er sannkallaður löðrungur í andlit þolenda kynferðisofbeldis. Aðra eins upphafningu nauðgunarmenningar er varla hægt að bera á borð,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá er sýningin á myndinnni gagnrýnd miðað við jafnréttisáætlun RÚV. Þar kemur fram að markmiðið sé að „stuðla að jafnrétti kynjanna og að kynja- og jafnréttissjónarmið verði samþætt allri starfsemi félagsins“.

Á RÚV eru lagðar ríkar skyldur sem lúta að útvarps- og sjónvarpsþjónustu í almannaþágu. RÚV telur mjög mikilvægt að reynsla og viðhorf bæði karla og kvenna séu sýnileg í allri dagskrá. Með gerð nýrrar jafnréttisáætlunar eru sett fram sérstök markmið og tímasettar aðgerðir sem eiga sína ábyrgðaraðila til þess að tryggja jafnréttissjónarmið í starfsemi RÚV

„Fullkomin vanvirðing“

„Myndin Elle getur varla á nokkurn hátt samræmst markmiðum jafnréttisáætlunar RÚV þar sem myndin upphefur nauðgunarmenningu og ofbeldi gegn konum og gerir ekkert úr þeim alvarlegu áhrifum sem slíkt ofbeldi hefur á þolendur,“ segir þá í yfirlýsingunni auk þess sem það er sagt að þriðjungur kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni.

„Íslenskar rannsóknir sýna að 36% kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, þar af hafa 8% mátt þola nauðgun fyrir 18 ára aldur. Ofbeldið hefur alvarleg áhrif á líf og heilsu þeirra sem fyrir því verða og veldur þannig ekki bara óbætanlegum persónulegum skaða heldur einnig miklum samfélagslegum skaða og kostnaði.“

Í yfirlýsingunni er myndin sögð vera verkfæri til að viðhalda úreltum og skaðlegum mýtum nauðgunarmenningar og misréttis kynja. „Sýning hennar á ríkismiðlinum er fullkomin vanvirðing við tugþúsundir kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi hér á landi.“

Konurnar segja jafnrétti felast í ýmsu öðru en hausatalningum og að RÚV þurfi að beita gagnrýnari nálgun á efnisval ef stofnunin ætlar að gera alvöru úr því að „stuðla að jafnrétti kynjanna og að kynja og jafnréttissjónarmið verði samþætt allri starfsemi félagsins“.

„Ef áhrifamestu stofnanir ríkisins taka hlutverk sitt í að stuðla að jafnrétti ekki alvarlegar en þessi uppákoma ber vitni um er hætta á að draumurinn um jafnrétti verði seint að veruleika.“

Undir yfirlýsinguna skrifar svo fjöldi kvenna:

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

Árdís Kristín

Áslaug Kristjana Árnadóttir

Berglind Þórsteinsdóttir

Elísabet Kristjánsdóttir

Elísabet Ýr Atladóttir

Elfa Kristín Jónsdóttir

Elsa Björk Harðardóttir

Erla Kr Bergmann

Eva Dagbjört Óladóttir

Eva Dís Þórðardóttir

Fríða Rós Valdimarsdóttir

Guðrún Ebba Ólafsdóttir

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir

Guðrún S. Róbertsdóttir

Gyða Einarsdóttir

Hanna Björk Vilhjálmsdóttir

Helga Friðriksdóttir

Helga Gestsdóttir

Helga Hrönn Norðfjörð Þórðardóttir

Helga Jónasar

Helga Rósa Atladóttir

Karen Linda

Katrín Guðný Alfreðsdóttir

Katrín Harðardóttir

Kolbrún Erna Pétursdóttir

Kristín I. Pálsdóttir

Kristín Ólafsdóttir

Kristín Kristjánsdóttir

Margrét Lúthersdóttir

Nina Helgadóttir

Róberta Michelle Hall

Salóme Mist Kristjánsdóttir

Sigríður Ásta Árnadóttir

Steinunn Diljá Högnadóttir

Þóra Kristín Þórsdóttir

Þórhildur Sif Þórmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bein útsending: Fundur Íslenskrar Erfðagreiningar – Kári, Alma, Þórólfur og fleiri

Bein útsending: Fundur Íslenskrar Erfðagreiningar – Kári, Alma, Þórólfur og fleiri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukning á dauðsföllum vegna ofskömmtunar

Aukning á dauðsföllum vegna ofskömmtunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“