fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hryllingur um borð í flugvél á leið til Íslands: Óður maður byrjaði að borða símann sinn

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjóri farþegaþotu á vegum breska flugfélagsins EasyJet þurfti að snúa þotu við sem var á leið til Íslands í fyrra. Flugvélin millilenti í Edinborg vegna óláta í farþega í janúar. The Digital Wise fjallar um málið þar sem maðurinn á yfir höfði sér fangelsi en hann hefur játað brot sín fyrir dómi.

DV fjallaði um málið á sínum tíma „Hann gekk upp og niður ganginn og reykti rafrettu. Svo öskraði hann á farþega fyrir framan hann. Ég sagði honum að hætta að láta eins og kjáni en þá hótaði hann mér,“ sagði farþegi sem var í fluginu. Flugdólgurinn var augljósa undir áhrifum áfengis, að sögn sjónvarvotta.

Farþeginn sagði þá að starfsfólk hafi verið skelkað og flugstjórinn ákveðið að lenda vélinni áður en lengra yrði haldið. „Starfsfólki leið augljóslega illa svo vélinni var lent. Það var mjög fagmannlega að þessu öllu staðið,“ segir farþeginn sem varð vitni að uppákomunni.

The Digital Wise greinir frá nafni mannsins en hann heitir Matthew Flaherty. Á sínum tíma var talað um að Matthew hafi brotið símann sinn í tvennt en samkvæmt frétt The Digital Wise þá setti Matthew parta af símanum upp í sig og borðaði þá. Þá segir að batteríið í símanum hafi fallið í sætið, hitnað og byrjað að brenna.

Þegar vélin lenti var Mattthew tekinn af lögreglumönnum niður á lögreglustöð en þar er hann einnig sakaður um kynþáttaníð gagnvart lögreglumanni. Matthew fór fyrir dómara í Edinborg í gær og verður dómur kveðinn upp í næsta mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum