fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Komust yfir PIN-númer og tóku út peninga af reikningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn á föstudag, sem voru grunaðir um þjófnað og fjársvik í nokkrum málum í umdæminu á síðasta ári. Það var fyrir tilstilli árvökuls borgara sem mennirnir voru handteknir núna, en málin sem um ræðir snúa öll að kortaþjófnaði þar sem hinir óprúttnu aðilar komust jafnframt yfir PIN-númer viðkomandi og náðu að taka út peninga af reikningum þeirra. Þremenningarnir, sem eru allir erlendir ríkisborgarar, voru færðir til yfirheyrslu á lögreglustöð og liggur fyrir játning í málunum. Í þágu rannsóknarinnar var framkvæmd húsleit á dvalarstað mannanna, sem og í bíl sem þeir höfðu til afnota.

Vegna þessa vill lögreglan ítreka að fólk gæti að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og enn fremur að geyma ekki upplýsingar um PIN-númer með greiðslukortum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki