fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Húsleit í Árbæ – þrír handteknir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. september 2019 16:29

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um þrítugt var um helgina úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, en maðurinn hefur ítrekað komið við sögu lögreglu undanfarnar vikur, aðallega fyrir þjófnaðarbrot.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá húsleit og handtökum í Árbænum í dag:

„Þrír karlar á fertugsaldri voru handteknir í kjölfar húsleitar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í iðnaðarhúsnæði í Árbæ í gær. Lagt var hald á talsvert af munum, sem grunur leikur á að séu þýfi. Á vettvangi fundust enn fremur ætluð fíkniefni, sem voru sömuleiðis tekin í vörslu lögreglu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala