Íbúar í Kársnesi fengu senda áróðursbæklingar frá nýnasistasamtökunum Norðurvígi í dag. Frá þessu var greint á Facebook-hópnum Kársnesið Okkar.
DV fjallaði um þessi samtök fyrir stuttu. Þar kom fram að samtökin væru mögulega í samstarfi við aðra þjóðernishyggjuhópa á Norðurlöndunum. Einnig kom fram að netauglýsingar samtakanna innihéldu gjarna slagorð gegn fjölmenningu og myndir af Adolf Hitler.
Auglýsingarnar sem Kársnesingar fengu í dag innihéldu texta þar sem talað var um róttæka baráttu í átt að „þjóðernisféagshyggju“.
Þeir sem fengu áróðursbæklinga á Kársnesi í dag virtust ekki parsáttir með það. Sá sem að var fyrstur að spyrja út í miðana í Facebook-hópnum Kársnesið okkar sagði „Fengu fleiri svona sora inn um lúguna hjá sér í dag?“
Fleiri meðlimir hópsins tjáðu sig um miðana í ummælum undir færslunni.
„Þetta er nú meira ógeðslega rasistaplaggið.“
„Já fékk svona sorp líka.“
„Þetta fór beinustu leið í ruslið og reif það í ræmur fyrst.“
„Ógeð! Kom til okkar á Ásbraut. Sonur minn plokkaði svo límmiða af sem þeir höfðu skreytt húsið með!“
„Já og fór beinustu leið í bláu tunnuna!“