fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Grímur ósáttur: Arion banki rukkar látinn mann – Skorar á bankann að hætta að særa fólk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2019 08:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, nýráðinn framkvæmdastjóri Geðhjálpar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Airways, fékk bréf á föstudag sem hjúkrunarheimilið Sólvangur hafði áframsent til hans.

Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að í bréfinu er faðir hans heitinn, Atli Magnússon, rukkaður um ógreidda kröfu en Atli lést í júnímánuði.

„Í gærkvöldi beið mín þetta bréf. Sólvangur hafði sent það áfram til mín. Það er dagsett 2. september sl. og í því hvetur Arion banki pabba til að leysa málin með sér. Pabbi dó í júni, bankinn fékk upplýsingar um það degi síðar. Skiptum var lokið 3 vikum eftir dánardag og dánarbúið úrskurðað eignalaust,“ sagði Grímur í færslu á Facebook-síðu sinni á laugardag en óhætt er að segja að færslan hafi vakið mikla athygli.

Grímur segir að faðir hans komi ekki til með að finna lausn með Arion banka eða öðrum banka.

„Það kæmi mér samt ekki á óvart ef lögræðideildin héldi sínu striki og starfaði áfram samkvæmt einhverjum ferlum og sói þannig tíma og fjámunum bankans við að finna lausn með pabba. Ég skora á bankann að reikna heldur tímann sem fer í þessa vitleysu og setja á hann verðmiða. Gefa upphæðina góðu málefni. Með því gerir bankinn góðverk og hættir að særa fólk út í bæ með ónærgætni sinni,“ segir Grímur.

Hann segir að það fallegasta við þessa sögu sé ef til það að líklega sé þarna um að ræða stuðning föður hans við UNICEF sem skuldfærður var mánaðarlega af kortinu hans. „Í öllu hans ölduróti og erfiðleikum studdi hann samviskusamlega UNICEF og þegar hann gat þá studdi hann Omega sjónvarpsstöðina líka. Ef allir létu jafn mikið hlutfall rakna til góðgerðarmála og pabbi gerði af jafn litlum tekjum þá væri talsvert betur komið fyrir okkar minnstu bræðrum og systrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engar nektarmyndir af Þórarni í IKEA

Engar nektarmyndir af Þórarni í IKEA
Fréttir
Í gær

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“

Sorglegt hvernig Breiðholtið er talað niður – „Ungt fólk elst upp haldandi að þau séu annars flokks þegnar“
Fréttir
Í gær

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“

Heimilisleysi á Íslandi – Brýn þörf á úrræðum: „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi

Sænsk félagsmálayfirvöld tóku ungabarn af íslenskri konu – Áður dæmd á íslandi fyrir að beita fimm önnur börn sín ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi – Fimm alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll valt við Akureyri í morgun

Bíll valt við Akureyri í morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úlfúð á Instagram-síðu Hjörvars og konur vilja hann dauðann: „Vonandi skýtur þig einhver“

Úlfúð á Instagram-síðu Hjörvars og konur vilja hann dauðann: „Vonandi skýtur þig einhver“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rosalegt myndband úr Reynisfjöru: Útlendingar skríktu úr hlátri þegar maðurinn virtist við dauðans dyr

Rosalegt myndband úr Reynisfjöru: Útlendingar skríktu úr hlátri þegar maðurinn virtist við dauðans dyr