fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þau vilja búa á Íslandi til æviloka en nú er draumurinn í uppnámi – Getur þú hjálpað þeim?

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 13. september 2019 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilísku hjónin Fabrizio Rossi og Tatiana Michaels elska Ísland. Þau eru svo hrifin af landi og þjóð að þau geta ekki hugsað sér að búa annars staðar. En nú eru blikur á lofti því hvorki Fabrizio né Tatiana fá vinnu þó þau séu bæði með talsverða reynslu og þekkingu, meðal annars af markaðsstörfum.

„Ísland er eini staðurinn í heiminum þar sem okkur líður eins og heima hjá okkur,“ segir Fabrizio í samtali við DV.

Fabrizio og Tatiana vöktu fyrst athygli íslenskra fjölmiðla haustið 2016. Þá birtist frétt um Fabrizio, sem þá bjó í Ríó, á mbl.is, en fréttin sagði frá stuðningi hans við knattspyrnulið Víkings. Þótt hann ætti heima í Brasilíu reyndi hann að horfa á alla leiki liðsins í gegnum streymi á netinu, þá birti hann mynd af sér á Facebook í treyju félagsins og tjáði vinum sínum að hann væri að gera allt til að flytja til landsins.

Að verða uppiskroppa með peninga

Það var svo í júlí 2018 að draumur Fabrizio og Tatiönu rættist. Þau bjuggu hér á landi fram í október að þau fóru aftur til Ríó, meðal annars til að pakka í töskur og ganga frá lausum endum, til dæmis varðandi vegabréf en Fabrizio er einnig með ítalskt vegabréf. Þau sneru svo aftur til Íslands þann 27. júní síðastliðinn en hafa síðan þá átt erfitt með að fá vinnu.

„Þetta hefði allt átt að verða draumi líkast en það hefur ekki alveg gengið eftir. Fyrst var Tatiana lögð inn á sjúkrahús og síðan sneru fyrirtæki baki við okkur sem höfðu lofað okkur vinnu. Við erum að verða uppiskroppa með peninga og við finnum ekki vinnu. Ég skrifa þessa færslu sem neyðarúrræði. Getur einhver hjálpað okkur,“ segir Fabrizio í færslu sem hann skrifaði á Facebook í gærkvöldi.

Búa yfir talsverðri reynslu

Í samtali við DV segir Fabrizio að þau hjónin búi yfir töluverðri reynslu og þekkingu. Þau eru vel að sér í hinum ýmsu forritum* og hafa sinnt ýmsum markaðsstörfum í heimalandi sínu. Þá unnu þau fyrir Pírata á síðasta ári í kringum sveitarstjórnarkosningarnar en þeim störfum sinntu þau frá Brasilíu. Þá segir Fabrizio að þau hjónin hafi unnið að markaðsverkefnum fyrir eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og Sony Music í Brasilíu svo eitthvað sé nefnt.

„Ég hreinlega neita að trúa því að með allan þennan bakgrunn sé ekkert fyrirtæki áhugasamt um að fá okkur í vinnu,“ segir Fabrizio og bætir við að hann neiti líka að trúa því að þau þurfi að sætta sig við að fá starf þar sem engrar sérþekkingar er krafist. „Okkar stærsti draumur er að renna okkur úr greipum,“ segir Fabrizio sem biðlar til fólks að hafa augun opin og láta þau vita ef það veit um starf.

Hika við að ráða útlendinga

Fabrizio ítrekar að hann vilji hvergi vera nema á Íslandi. Hann og Tatiana hafa tekið ástfóstri við landið. „Að búa á Íslandi er minn næststærsti draumur í lífinu – á eftir draumnum um að vera með eiginkonu minni til æviloka,“ segir hann.

Aðspurður hvort hann hafi upplifað það að hér á landi ríki ákveðnir fordómar gagnvart útlendingum á vinnumarkaði, segir hann: „Mér finnst fyrirtæki stundum hika við að ráða útlendinga, en kannski ekki fyrir störf sem eru einföld eða krefjast ekki sérhæfni,“ segir hann og bætir við að þau hjónin séu tilbúin að hlusta á öll tilboð.

*Forrit og tækniþekking hjónanna:

SEO, Photoshop, Rebranding, Adwords, Social Media Manager, Social Media Monitor, Facebook, Facebook Business, Pinterest, Instagram, Instagram Stories, Twitter, LinkedIn Content, Google Analytics, Newsletter design and content, HTML, PHP, CSS, Web Design, Web Master, Youtube, IG TV, Marketing Projects, Advertisement, Targets, Sports Marketing and Social Media, Content Creator (in English, Portuguese and Italian), Song/Singer Releases, Photography, Sports Photography, Still Photography.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum