fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Sjö flugmönnum sagt upp hjá Air Iceland Connect

Auður Ösp
Föstudaginn 23. ágúst 2019 10:30

Staðan er erfið í innanlandsflugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö af rúmlega fjörutíu flugmönnum Air Iceland Connect hafa misst vinnuna það sem af er ári. Er það tilkomið vegna aðstæðna á markaði og samdráttar í farþegaflutningum, meðal annars vegna fækkunar erlendra ferðamanna. Rekstur innanlandsflugs hér á landi hefur verið þungur undanfarin ár. Bág staða flugfélaga, fákeppni og hækkandi olíuverð vega þar þyngst og eru neytendur langþreyttir á háum flugfargjöldum, sem kosta á við utanlandsferðir.

Greint var frá því á dögunum að Air Iceland Connect  hygðist minnka flugvélaflota félagsins og fækka vélum úr sex í fjórar. Þá hefur félagið fækkað ferðum til Egilsstaða og Ísafjarðar yfir vetrartímann og sömuleiðis hætt að fljúga á milli Keflavíkur og Akureyrar.

Í samtali við DV segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, að uppsagnir flugmanna tengist fyrrnefndum aðgerðum flugfélagsins.

„Við sögðum upp þremur flugmönnum í júní og núna um mánaðamótin er fjórum sagt upp til viðbótar. Við erum í raun að bregðast við aðstæðum á markaði. Það er samdráttur í hagkerfinu og við endurspeglum þann veruleika. Það þarf að aðlaga fjöldann að starfseminni.“

Í desember síðastliðnum kynnti starfshópur samgönguráðherra skýrslu þar sem lagt var til að niðurgreiddir yrðu um helming flugfarmiðar þeirra sem hafa lögheimili í tvö til þrjú hundruð kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Slíkt myndi kosta ríkissjóð tæplega milljarð á ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lýst yfir stuðningi sínum við tillöguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn