fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

ASÍ kannaði verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla – Hér eru þær ódýrastar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á námsbókum fyrir framhaldsskóla breytist ört ef marka má nýja könnun ASÍ nú þegar skólarnir eru að byrja eftir sumarfrí. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna könnunarinnar kemur fram að algengast hafi verið að munur á hæsta og lægsta verði hafi verið um 20 til 30 prósent, eða frá þúsund til tvö þúsund krónum. Könnunin var framkvæmd í gær, 15. ágúst.

„A4 voru með 25% afslátt af öllum námsbókum daginn sem könnunin var framkvæmd og sé hann tekinn með í reikninginn var lægsta verðið oftast hjá A4. Ef afslátturinn, sem gilti einungis þennan eina dag, er undanskilinn var Penninn oftast með lægsta verðið á nýjum námsbókum.“

Þá segir ASÍ að Mál og menning hafi oftast verið með hæsta verðið en þar voru einnig fæstir titlar fáanlegir. Hvetur ASÍ neytendur til að vera vakandi yfir almennum verðbreytingum og tilboðum á skólabókum þar sem verðbreytingar eru örar á þessum árstíma.

„Þar sem að 25% afsláttur í A4 gilti einungis í þennan eina dag sem könnunin var framkvæmd er ekki tekið tillit til hans í umfjölluninni. Þegar afslátturinn er ekki tekinn með inn í myndina má sjá að Penninn Eymundsson er oftast með lægsta verðið eða í 37 tilfellum af 52. Iðnú var næst oftast með lægsta verðið eða í 8 tilfellum af 52.“

Sem fyrr segir var Mál og menning oftast með hæsta verðið, eða í 14 tilfellum og einnig með minnsta framboðið af bókum, en aðeins 24 titlar voru til af þeim 52 sem voru til skoðunar í könnuninni. „Iðnú var næst oftast með hæsta verðið eða í 13 tilfellum. Flestir titlarnir voru til hjá Pennanum Eymundsson eða 48 af 52 og næst mesta framboðið af nýjum námsbókum mátti finna hjá A4, 45 titla af 52.“

Þá segir í tilkynningunni að í flestum tilfellum, eða í 25 af 52 hafi munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum verið 20-30%, í 6 tilfellum var verðmunurinn 30-40%, í 15 tilfellum undir 20% og í 6 tilfellum yfir 40%.

„Mestur var verðmunurinn 73,6% á Gísla sögu Súrssonar, lægsta verðið var hjá Pennanum 2.299 kr. en hæst var það hjá Máli og Menningu, 3.990 kr. Mesti verðmunur í krónum talið var 2.500 kr. á bókinni Góð næring, betri árangur. Lægst verðið var í Pennanum Eymundsson 4.999 kr. en hæsta hjá Máli og Menningu 7.499 kr.  Af öðrum kennslubókum má nefna að 49,8% verðmunur var á bókinni Tölfræði og Líkindareikningur sem kostaði mest, 5.990 kr. hjá Heimkaup en minnst í Pennanum Eymundsson 3.999 kr. sem gerir 1.991 kr. verðmun.“

Að sögn ASÍ var verð á nýjum bókum kannað í eftirtöldum verslunum: A4 Skeifunni, Heimkaup.is, Bókabúðinni Iðnú Brautarholti, Pennanum Eymundsson Smáralind og Forlaginu Fiskislóð.

ASÍ tekur fram að hér sé aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, ekki sé lagt mat á gæði, úrval eða þjónustu söluaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki