fbpx
Laugardagur 20.desember 2025
Fréttir

Birgir Sigurðsson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Sigurðsson, rithöfundur og leikskáld, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. ágúst. Birgir var á 82. aldursári en hann var afkastamikið skáld og eftir hann liggur fjöldi verka.

Greint er frá andláti Birgis í Morgunblaðinu í dag.

Þekktasta leikverk Birgis er án vafa Dagur vonar sem frumsýnt var árið 1987. Hans fyrsta verk, Pétur og Rúna, vakti einnig mikla athygli og vann 1. verðlaun í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1982.

Auk þess að vera afkastamikið skáld þýddi Birgir einnig leikrit og skáldsögur, til dæmis Glerbrot eftir Arthur Miller og Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams.

Birgir var gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambands Íslands í maí síðastliðnum. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir. Auk þess átti hann fjögur stjúpbörn og þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Steinþórsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum