fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Birgir Sigurðsson er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Sigurðsson, rithöfundur og leikskáld, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. ágúst. Birgir var á 82. aldursári en hann var afkastamikið skáld og eftir hann liggur fjöldi verka.

Greint er frá andláti Birgis í Morgunblaðinu í dag.

Þekktasta leikverk Birgis er án vafa Dagur vonar sem frumsýnt var árið 1987. Hans fyrsta verk, Pétur og Rúna, vakti einnig mikla athygli og vann 1. verðlaun í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1982.

Auk þess að vera afkastamikið skáld þýddi Birgir einnig leikrit og skáldsögur, til dæmis Glerbrot eftir Arthur Miller og Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams.

Birgir var gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambands Íslands í maí síðastliðnum. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir. Auk þess átti hann fjögur stjúpbörn og þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Steinþórsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“