fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dæmdur morðingi – Gunnar Rúnar – er á Tinder: Gengur líklega laus en hefur ekki lokið afplánun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. júlí 2019 22:23

Gunnar Rúnar Sigurþórsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem varð Hannesi Þór Helgasyni að bana með hrottalegum hætti árið 2010, er skráður á stefnumótaforritið Tinder samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Allt bendir til að Gunnar Rúnar gangi laus þó að það hafi ekki fengist staðfest. Hann hefur ekki lokið afplánun en gæti verið á úrræði sem felur í sér að hann gangi laus undir eftirliti, til dæmis með ökklabandi.

DV bárust til eyrna sögusagnir í vor um að sæist til Gunnars Rúnars á ferli í Hafnarfirði. Þær sögur fengust aldrei staðfestar. DV hafði þá samband við Pál Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, sem tjáði DV að fangar með afbrot á borð við þetta á bakinu þyrftu að afplána tvo þriðju af dómi í það minnsta. Hins vegar væru alls konar úrræði í boði til að afplána utan fangelsis að hluta fyrir fanga sem sýndu af sér fyrirmyndarhegðun. Páll sagðist þá hafa góðan skilning á því að fólki væri illa við að sjá dæmda morðingja á ferli sem ekki væru búnir að afplána dóm en þarna væru að vegast á ólíkir hagsmunir, því úrræði á borð við t.d. ökklaband eða dagleyfi úr fangelsi gætu verið hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið.

Í frétt Fréttablaðsins er rætt við Pál og hann segir:

„Það er ekki öruggt að menn séu búnir með af­plánun þó þeir séu ekki lengur í fangelsi innan veggja fangelsanna. Þetta er svona tröppu­gangur. Þú byrjar í fangelsi, svo á á­fanga­heimili og endar svo heima hjá þér með ökkla­band, undir raf­rænu eftir­liti sem kallað er.“

Fram kemur í fréttinni að stefnumótaforrit á borð við Tinder eða netnotkun yfirleitt sé ekki leyfð í lokuðu fangelsi. Því getur Gunnar Rúnar ekki verið virkur á Tinder nema hann sé utan fangelsis.

Fræg ástarjátning lifir enn á netinu

Ástarjátning sem Gunnar Rúnar birti á Youtube árið 2009 vakti mikla athygli og jafnvel hrifningu. Þar játaði hann ást sína til stúlku að nafni Hildur. Sú stúlka reyndist vera unnusta Hannesar Þórs Helgasonar en þau voru vinir, Hildur og Gunnar Rúnar. Árið eftir að  Gunnar Rúnar birti myndbandið myrti hann Hannes Þór. Myndbandið með ástarjátningunni er enn á Youtube og má sjá það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat