fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Auka á þjónustu við börn með fíknivanda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2019 09:29

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um fíkniefnavanda barna undanfarið hafa aðilar frá heilbrigðisráðuneytinu, Landspítala, SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands fundað og sett saman yfirlýsingu þar sem farið er yfir áform um bætta þjónustu við þennan hóp. Unnið er að breytingum sem eiga að bæta bráðameðferð og afeitrun barna undir 18 ára aldri með neyslu- og fíknivanda. Unnið er að því að styrkja verkferla við móttöku þessa hóps á bráðamóttöku Landspítalans. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

Sameiginleg yfirlýsing aðila

Eins og fram hefur komið er aukin og bætt meðferð fyrir börn og ungmenni með neyslu- og fíknivanda eitt af sérstökum áherslumálum heilbrigðisráðherra. Verkefnið er margþætt, ljóst er að það þarf að vinna í áföngum og krefst víðtækrar samvinnu margra aðila.

Nú þegar hefur verið ákveðið að styrkja verkferla við móttöku þessa sjúklingahóps á bráðamóttöku Landspítala. Áhersla verður lögð á flýtimeðferð þannig að þau börn sem í hlut eiga komist sem fyrst í viðeigandi framhaldsúrræði. Jafnframt er unnið að því að koma á fót sérstakri afeitrunardeild fyrir þennan hóp á Landspítala en slíkt úrræði hefur sárlega skort þar. Framhaldsmeðferð fyrir börn hefur hingað til verið veitt fyrst og fremst hjá SÁÁ og á Meðferðarstöðinni Stuðlum sem er úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Ekki verður breyting hvað það varðar. Á Sjúkrahúsinu Vogi verður framhaldsmeðferð barna áfram sinnt í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld á grundvelli samninga við Sjúkratryggingar Íslands og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til meðferðar gagnvart þessum viðkvæma hópi.

Landspítalinn hefur frá því að ráðherra fól honum að opna umrædda afeitrunardeild undirbúið málið í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, Barnaverndarstofu, Stuðla, SÁÁ og fleiri aðila sem málið varðar. Geðsvið Landspítala, BUGL og bráðamóttaka sjúkrahússins hafa unnið að verkefninu undir stjórn sérstaks verkefnisstjóra. Af hálfu spítalans hefur verið gerð áætlun um verkefnið sem lýtur að rekstri deildarinnar og nauðsynlegum breytingum á húsnæði.

Kostnaðarþáttur verkefnisins í heild er til skoðunar.

Heilbrigðisráðuneytið, Landspítali, SÁÁ og Sjúkratryggingar Íslands,

Reykjavík, 19. júlí 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi