fbpx
Sunnudagur 20.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sveitarstjórinn í Grímsnesi hótar að drepa þessa hunda á mánudaginn – „Hverskonar djöfulsins aumingjar eruð þið?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks gagnrýnir harðlega stöðufærslu sveitarfélagins Grímsnes- og Grafningshrepps en þar hótar sveitarstjóri, Ingibjörg Harðardóttir, að aflífa tvo hunda í óskilum. Samkvæmt stöðufærslunni verða hundarnir tveir drepnir á mánudaginn.

„Þessir hundar á myndinni eru í vörslu sveitarfélagsins. Eigandi/eigendur hundanna eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Kristján hundafangara í síma 863-7149. Verði ekki haft samband og hundanna ekki vitjað eigi síðar en 15. júlí 2019 verða þeir aflífaðir skv. Samþykkt um hundahald í Grímsnes- og Grafningshreppi nr. 60/2012,“ segir í stöðufærslunni.

Líkt og áður segir hefur þessi færsla vakið hörð viðbrögð frá því hún var sett á Facebook fyrir um klukkutíma. „Hvaða djöfuls rugl er þetta ? Aflífaðir ?! Hvaða ógeðslegu aðilar samþykktu þessa reglu ? Segi eins og fyrri aðili er ekki hægt að hafa samband við Dýrahjálp Íslands,“ skrifar einn karlmaður.

Annar tekur undir: „Hverskonar djöfulsins aumingjar eruð þið? Drullist þið bara til þess að finna eigendurna eða fara með þá til einhvers sem hjálpar!“

Kona nokkur bendir á að þetta sé ekki lengur venjan víðast hvar. „Í dag eru hundar almennt ekki aflífaðir ef ekki næst í eigendur. Önnur sveitarfélög leita annarra leiða til að koma hundunum fyrir og hefur það gengið vandræðalaust fyrir sig. Í 3. gr. samþykktar ykkar stendur: „Hættulega, leyfislausa hunda og þá hunda sem ganga lausir á almannafæri skal handsama og færa í geymslu. Heimilt er að láta aflífa hættulega hunda þegar í stað sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1077/2004.“ Þessi reglugerð ( 1077/2014 ) er fallin úr gildi og ný reglugerð nr. 80/2016 er komin í staðinn. Í þeirri reglugerð var þetta ákvæði fellt á brott,“ skrifar konan.

Önnur kona segir þetta mjög ósmekklegt. „Mikið er þetta eitthvað ósmekkleg tilkynning!! Hvernig væri að hafa samband við Dýrahjálpina ef eigendur láta ekki heyra í sér,“ segir sú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“

Guðni pirraður: „Hátt í tvær klukkustundir úr Ártúnsbrekku niður í Vatnsmýri“
Fréttir
Í gær

Hræsni í kommentakerfum

Hræsni í kommentakerfum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón unnu 124 milljónir á föstudag

Íslensk hjón unnu 124 milljónir á föstudag