Sunnudagur 15.desember 2019
Fréttir

Missti stjórn á sér á lögreglustöðinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Á tólfta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi. Þar hafði ökumaður ekið á umferðarskilti og farið af vettvangi.

Lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans skömmu síðar en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann er einnig grunaður um ofbeldi gegn lögreglukonu. Að sögn lögreglu sparkaði hann í lögreglukonu og sparkaði tölvu af borði við sýnatöku þegar komið var á lögreglustöð. Hann var vistaður í fangaklefa í kjölfarið.

Þessu til viðbótar voru minnst sjö ökumenn stöðvaðir en þeir eru ýmist taldir hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Lögregla handtók svo ofurölvi mann í Hlíðunum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hann er grunaður um eignaspjöll og þá fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var vistaður í fangaklefa.

Þá handtók lögregla mann í Háaleitis- og Bústaðahverfi rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, gat ekki greitt fyrir akstur leigubifreiðar. Hann var vistaður í fangaklefa. Þá var tilkynnt um innbrot í fataverslun í sama hverfi á öðrum tímanum í nótt. Búið var að brjóta rúðu og glerbrot út um alla verslun. Ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Loks var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Sá sem fyrir árásinni varð er mögulega nefbrotinn. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi en fannst ekki. Lögregla veit hver viðkomandi er og verður rætt við hann síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Eggjastormur í vatnsglasi

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Lík piltsins er talið fundið

Lík piltsins er talið fundið
Fréttir
Í gær

Aumingjasamfélagið

Aumingjasamfélagið