fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að bíta lögreglumann í fótinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 08:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt og nokkuð margir enduðu nótt sína í fangageymslu.  Voru flest útköllun vegna aðila sem voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Afskipti voru höfð af ofurölva manni í miðbænum. Gat maðurinn ekki sagt á sér deili og var skilríkjalaus. Hann fékk því að sofa úr sér í fangageymslu. Í Vesturbænum var ungur maður í annarlegu ástandi handtekinn fyrir að vera með ónæði. Þegar hann var handtekinn brást hann ókvæða við og reyndi að bíta lögreglumann í fótinn. Ekki breytti það stöðu hans til betra og fékk hann að dúsa í fangageymslunni líka.

Lögregla var kölluð út í Garðabæ vegna ágreinings sambúðarfólks. Þegar lögreglu bar að garði réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún fékk því einnig að eyða nóttinni í fangageymslu.

 Frá Kópavogi barst tilkynning um erlendan mann sem hafði komið sér fyrir í kjallara íbúðarhúss. Var hann handtekinn, grunaður um húsbrot og fleira.

Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum. Í miðbænum stöðvaði lögregla mann á fjórða tímanum í nótt sem aldrei hafði fengið ökuréttindi og á Hafnarfjarðarvegi var maður handtekinn rétt fyrir níu í gærkvöldi með falsað ökuskírteini. Á daginn kom að hann hafði heldur aldrei öðlast ökuréttindi.

Tveir voru stöðvaðir í Breiðholti grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra reyndist einnig vera á fjórum nagladekkjum og má ökumaður búast við sekt vegna þessa.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp þar sem ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum. Annað óhappið varð í Mosfellsbæ á ótryggðum bíl en svo fór bíll út af við Suðurlandsveg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat