fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það ekkert til þarna. Það slasaðist einstaklingur fyrir nokkru. Það var læknir á staðnum en hann var ekki með læknisáhöld á sér, enda á frívakt. Það fannst ekkert til að sauma manninn með en fyrir rest gróf læknirinn upp tvinna og nál. Það var heldur ekkert til að deyfa manninn nema koníak sem einn úr hópnum var með,“ segir íbúi á Borgarfirði eystra í viðtali við Mannlíf. Í greininni er samfélagið í þessu litla þorpi sagt vera í heljargreipum vegna skorts á læknisþjónustu.

Sagt er að læknir hafi ekki verið starfandi í þorpinu í áratug og þegar koma upp bráðatilfelli þurfi að hringja eftir sjúkrabíl til Egilsstaða sem er klukkustund á leiðinni.

Heimamenn hafa myndað viðbragðshóp vettvangsliða sem bregðast við neyðartilfellum og veita fyrstu hjálp á meðan beðið er eftir sjúkrabíl. Námskeið fyrir hópinn eru kostuð úr sjóðum Brunavarna á Austurlandi, sem er nokkuð sérstakt. Reynt hefur verið að þrýsta á Heilbrigðisstofnun Austurlands um úrbætur en viðmælandi Mannlífs segir að þar hafi verið talað fyrri daufum eyrum.

Á undanförnu ári hafa orðið tvö tilvik þar sem vettvangsliðarnir hafa orðið að beita neyðarhjálp. Tveir einstaklingar hnigu niðuir meðvitundarlausir og þurftu á endurlífgun að halda. Frá þessu greinir Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri á svæðinu. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að ítrekað hafi verið kallað eftir því við heilbrigðisráðuneytið að mörkuð verði stefna um samæmda utanspítalaþjónustu um allt land, þar með taldir sjúkraflutningar. Engin samræming sé milli heilbrigðisumdæma hvað þessi mál varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum

49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Jensína með rúmar sex milljónir á mánuði

Tekjublað DV: Jensína með rúmar sex milljónir á mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjublað DV: Laun Björns hækkuðu um 43 prósent

Tekjublað DV: Laun Björns hækkuðu um 43 prósent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einhverfur piltur á meðal fórnarlamba gagnalekans í FB: „Strax farið að valda barninu okkar gífurlegri vanlíðan“

Einhverfur piltur á meðal fórnarlamba gagnalekans í FB: „Strax farið að valda barninu okkar gífurlegri vanlíðan“