fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Laus úr fangelsi eftir að hafa bitið tunguna úr eiginmanni sínum í Reykjavík

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 10:20

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nara Walker, sem hlaut 12 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra fyrir líkamsárás og stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi, er laus úr fangelsi. Líkt og frægt er orðið beit Nara í tungu fyrrverandi eiginmanns síns þannig að hún fór í sundur.

Ástralski fjölmiðillinn ABC greinir frá þessu. Nara hefur ávallt haldið því fram að hún hafi verið verja sjálfa sig þegar hún beit tunguna af. Eiginmaður hennar hafi veist að henni í samkvæmi og kýlt hana margsinnis. Hann hafi svo haldið henni niðri og þegar hann hugðist kyssa hana hafi hún bitið tunguna af.

Nara lýsti þessu ítarlega í viðtali við DV í fyrra. „Hann þvingaði tungunni upp í mig og þetta voru ósjálfráð viðbrögð. Ég var í áfalli,“ sagði Nara þá. Hún sagðist gera ráð fyrir að meint lyfjabyrlun fyrr um kvöldið hafi spilað þar inn í. Hún kveðst á einhverjum tímapunkti hafa spýtt tungubitanum út úr sér á gólfið.

Í viðtali við ABC segist hún ekki hafa trúað því að þegar hún var handtekin. Hún er mjög gagnrýnin á íslenskt réttarkerfi en segir þó að henni sé hlýtt til Íslendinga. Málinu sé ekki alfarið lokið þar sem hún ætlar að berjast gegn brottvísun frá Íslandi, þar sem það gæti þýtt að hún fái ekki að koma inn á Schengen-svæðið aftur.

Hér má lesa ítarlegt viðtal DV við Nöru frá árinu 2018.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki