fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Talaði búningahönnuður Hatara af sér? – Lak því að bomba sé á leiðinni – „Bíðið bara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Atli Bollason skrifaði grein á RÚV í gær þar sem hann minnir íslensku Eurovision keppendurnar í Hatara á að þeir hafi enn tækifæri til að nýta dagskrárvald sitt í Tel Aviv til að vekja athygli á stöðu Palestínu. Búningahönnuður Hatara, Karen Briem, hefur nú gefið til kynna á Instagram, að mögulega muni Hatari gera nákvæmlega það.

„Gjörningurinn ykkar er mjög vel heppnaður og hefur vakið verðskuldaða athygli. Ekki síst það sem þið hafið sagt og gert utan sviðs. Ramminn í keppninni sjálfri er þröngur og gerir allt svolítið að sama sullinu. Ég geri ráð fyrir að útsendingarstjórarnir haldi fast um taumana, sérstaklega þegar þið hin grímuklæddu og vígalegu eigið í hlut, og leyfi engin frávik frá æfingum. Þeir verða m.ö.o. fljótir að klippa í æfingu eða afsakið hlé ef þið farið að veifa palestínskum fánum eða öskra baráttuorð í hljóðnemann,“ segir í grein Atla.

Hann hvetur Hatara til að segja sig frá keppninni því sem land sem hafi þegar fengið sæti á aðalkvöldinu þá muni slík háttsemi vekja enn meiri athygli heldur en sniðganga frá upphafi

„Ef þið segið ykkur frá keppninni, nú þegar þið eruð komin áfram, þá lofa ég að eftir því verður tekið. Það væri eiginlega alveg magnað og myndi vekja verulega athygli. Athygli sem myndi beinast að þeim málstað sem þið hafið sjálf sagt að ferð ykkar til Tel Aviv hafi átt að vekja athygli á: Baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn ofbeldi og yfirgangi Ísraela. […] Hver veit, ef þið spilið rétt úr, tekst ykkur kannski að sannfæra fleiri keppendur um að skrópa á laugardaginn.

Dagskrárvaldið er ykkar. Alveg eins og þið vilduð. Ef ykkur er alvara með einhverju sem þið hafið sagt undanfarna mánuði þá hafið þið núna tækifæri til þess að segja það miklu hærra og miklu skýrar heldur en hingað til. Hvenær kemur bomban?“

Nú hefur Karen Briem, búningahönnuður Hatara, gefið því byr undir báða vængi að Hatari muni vissulega koma með einhverja bombu. Hún deildi skjáskoti af grein Atla með textanum : „Bíðið bara!“ á Instagram. Færslan vakti athygli á afþreygingarvefnum Reddit þar sem notendur velta fyrir sér í hverju bomban gæti falist.
En það er kannski bara lítið annað að gera fyrir okkur en að bíða og sjá. Sjá hvort bomban komi og þá með hvaða hætti. Munu Hatari segja sig frá keppninni? Muni þeir veifa Palestínskum fána á sviði? Eða felst bomban í því að þeir ætla að koma sjá og sigra? Við Íslendingar verðum væntanlega bara að gera eins og Karen segir og bíða bara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslandsbanki hagræðir til að draga úr kostnaði þrátt fyrir 2,6 milljarða hagnað

Íslandsbanki hagræðir til að draga úr kostnaði þrátt fyrir 2,6 milljarða hagnað
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jóhann Björn sparkaði í höfuð lögreglumanns: Geðlæknir vildi vista hann á sambýli en dómari dæmdi hann í fangelsi

Jóhann Björn sparkaði í höfuð lögreglumanns: Geðlæknir vildi vista hann á sambýli en dómari dæmdi hann í fangelsi
Fréttir
Í gær

Eru íslensk grunnskólabörn of oft í fríi? Skólastjórar vilja að lögum verði breytt – „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu“

Eru íslensk grunnskólabörn of oft í fríi? Skólastjórar vilja að lögum verði breytt – „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu“
Fréttir
Í gær

Aníta fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Ísraelsmanni: „Ég held að barnið þitt yrði drepið í Palestínu“

Aníta fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Ísraelsmanni: „Ég held að barnið þitt yrði drepið í Palestínu“
Fréttir
Í gær

Simmi Vill gat ekki sofið: „Sé eftir því og finnst það ekki lengur“

Simmi Vill gat ekki sofið: „Sé eftir því og finnst það ekki lengur“
Fréttir
Í gær

Verður Íslandi refsað? Útilokar ekki tveggja ára bann – „Óvenjulegt og slær mann svolítið utan undir“

Verður Íslandi refsað? Útilokar ekki tveggja ára bann – „Óvenjulegt og slær mann svolítið utan undir“