fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Baldur kallaður gyðingahatari í Ísrael: „Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 16:31

Gunni Helga og fjölmargir aðrir vilja fá Baldur og Felix á Bessastaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, stjórnmálaprófessor og eiginmaður Felix Bergssonar, segir að hróp og köll hafi verið gerð að Íslendingum í Ísrael í vikunni. Hann segir þó að flestir taki vel á móti hópnum sem fylgir Hatara út þá sé það ekki algilt. Hann hafi verið kallaður gyðingahatari út á götu.

„Ísraelar taka almennt mjög vel á móti okkur Íslendingunum sem erum stödd þessa dagana í Tel Aviv í tengslum við Eurovision. Í gær efndi félagsmiðstöð í Jaffa til vináttuleiks í fótbolta milli liðs ,,Íslands” og liðs heimilislausra Araba og Ísraela frá Jerúsalem og Tel Aviv. Á eftir var boðið til fagnaðar þar sem allir voru velkomnir og íslenski hópurinn mætti og naut kvöldsins með heimamönnum. – Langflestir Íslendingar ræða af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetja listafólkið okkar til dáða á faglegum forsendum. – Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmsloft sem keppninni fylgir í ár,“ segir Baldur í stöðufærslu á Facebook.

Sagt að þeir styðji dráp á palenstínskum börnum

Baldur segir að hann hafi lent í leiðinlegu atviki í Ísrael. „Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni og styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.

Baldur segir að Eurovision eigi að byggja brýr á milli hópa. „Eurovision boðar frið, samvinnu og fjölbreytileika. Það er pólitík rétt eins og það er pólitík að boða stríð, átakastjórnmál og fábreytni. Pólitíkin í Eurovision snýst um að við reynum að horfa á það sem við eigum sameiginlegt í stað þess að einblína stöðugt á það sem sundrar okkur. Eurovision leitast við að búa til rými þar sem ólíkir hópar fólks, sem hafa mismunandi bakgrunn og skoðanir, er kippt út úr átakastjórnmálum samtímans og fengið til að njóta sameiginlegrar menningararfleiðar. Íslendingar ákváðu að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið,“ segir Baldur.

Hárbeitt ádeila hjá Hatara

Baldur segir að texti og sviðsetning Hatara séu hárbeitt ádeila. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við. Það vita allir sem vilja vita hvað verkið fjallar um,“ segir Baldur.

Hann bætir við að lokum að hann eftir þetta sé hann einungis sannfærðari um mikilvægi þess að tala fyrir friði. „Það virðist hins vegar þrautin þyngri að taka fólk út úr heimi átakastjórnmála og skapa nýtt rými, nýjan vettvang, þar sem fólk af ólíkum uppruna og með ólíkar skoðanir ræðir saman af yfirvegun og reynir að finna lausnir á erfiðum deilumálum. Þau munu halda áfram að kalla okkur ljótum nöfnum – en ég hef aldrei verið sannfærðari en einmitt núna um mikilvægi þess að tala fyrir friði, samvinnu og fjölbreytileika – boðskap Eurovision.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki