fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hitamet í hættu í höfuðborginni á sumardaginn fyrsta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að hitamet á sumardaginn fyrsta falli í Reykjavík í dag, en veðurspáin fyrir daginn er býsna góð – miðað við árstíma að minnsta kosti.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að gamla hitametið í Reykjavík sé 13,5 gráður og gæti vel farið svo að það verði slegið. Klukkan 9 í morgun var 10,9 stiga hiti í Reykjavík og gæti hitinn farið í 14 gráður um og eftir hádegi, gangi spár eftir.

„Léttir til um mest allt land í dag, síst þar sem vindur stendur að landi eins á Austfjörðum, en þar mun hinn forni fjandi þeirra austfirðinga, þokan láta á sér kræla,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

„Þar sem sólar nýtur og hæfilegur vindur fylgir með verður hið besta sumarveður og það svo að hitamet fyrir sumardaginn fyrsta í Reykjavík er í hættu en gamla metið er 13.5 stig. Hæsti staðfesti hiti á landinu þennan ágæta dag er 19.8 á Akureyri og óstaðfestmet 20.5 stig á Fagurhólsmýri. Þau sitja líklega áfram en ef allt fellur með gæti hitinn á svæðinu kringum Skaftafell hoggið nærri því, en vindur fyrir norðan verður líklega ekki nægur til að hitinn komist í hæstu hæðir,“ segir enn fremur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Rigning með köflum víða á landinu, en þurrt að kalla NV-til. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á V-landi.

Á sunnudag:
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og rigning með köflum, en þurrt að mestu fyrir norðan, 10-15 og samfelld rigning SV-lands um kvöldið. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag og þriðjudag:
Austlægar áttir og dálítil væta öðru hvoru, einkum S- og A-lands, en áfram milt veður.

Á miðvikudag:
Hægir vindar, bjart með köflum og milt veður að deginum, en útlit fyrir norðanátt um kvöldið með skúrum eða slydduéljum fyrir norðan og kólnandi veður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“