fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Íslendingar sækja í fasteignir í Tampa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem Íslendingar séu í auknum mæli farnir að sækja í fasteignir í Tampa og nágrenni borgarinnar í Flórída. Þó að eftirspurn eftir húsnæði frá útlendingum hafi minnkað um 15 prósent á síðasta ári er ekki það sama hægt að segja um Tampa – og eiga Íslendingar sinn þátt í því.

Fjallað er um málið á vef Tampa Bay Times en þar er rætt við Anne Pallister, fasteignasala hjá Re/Max í Tampa, sem unnið hefur með mörgum Íslendingum í gegnum tíðina.

„Ég er sjálf með tólf íslenska viðskiptavini á mínum snærum. Þetta eru einstaklingar eru annað hvort hættir að vinna eða við það að hætta að vinna,“ segir Anne sem ber Íslendingunum góða söguna. „Þeir eru mjög hjálpsamir og meðvitaðir um samfélagið sitt,“ segir hún.

Íslendingar hafa í gegnum árin sótt í fasteignir í Flórída en þá einkum í og við Orlando. Eftir að Icelandair hóf beint flug til Tampa árið 2016 virðist eftirspurnin hafa aukist eftir fasteignum á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans