fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Drullað yfir Þórarin: Kunnugleg viðbrögð þegar bent er á að keisarinn er allsber

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að Albert Einstein hafi skilgreint geðveiki þannig að einhver endurtaki sama hlutinn ítrekað en búist við nýrri niðurstöðu, svona hefst pistill Þórarins Ævarssonar í Morgunblaðinu þar sem hann svarar gagnrýni sem hann hefur hlotið eftir framsögu hans á verðlagsþingi ASÍ.

Honum hefur verið hugsað til Einsteins þegar hann veltir fyrir sér þankagangi aðila í veitingaþjónustu á Íslandi.

„Ég tel að það sé óumdeilt að það gangi ekkert allt of vel hjá þorra veitingamanna og bakara. Í það minnsta eru gjaldþrotin mörg upp á síðkastið og barlómurinn mikill. Þetta er að gerast á sama tíma og viðskiptavinir eru almennt þeirrar skoðunar að verð á þessum stöðum sé allt of hátt.“

Hann segir sviðsmyndina þá að fyrirtækjum í veitingarekstri gangi illa þrátt fyrir verð sem misbjóði almenning.  Því hafi verið rík þörf á málþingi verðlagseftirlits ASÍ.

„Þar var mér boðið að halda erindi um hvað ég, sem einn farsælasti veitingamaður síðustu áratuga, hefði um málið að segja. Það er ekkert leyndarmál að ástæða velgengni minnar er fyrst og fremst því að þakka að ég þekki til fyrrnefndrar kenningar Einsteins og hef reynt að tileinka mér það að rembast ekki of lengi við það sem illa gengur.“

Þórarinn hefur margoft þakkað velgengni sína því að hann þekki verðmætið sem felst í því að selja vörur ódýrt og öðlast þar með traust viðskiptavinarins.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi aðferð getur nýst fleirum, bæði veitingamönnum, bökurum og öðrum, og var það inntak erindis míns. Máli mínu til stuðnings nefndi ég dæmisögur úr eigin rekstri, sögur sem öfundarmenn mínir vilja kalla frægðarsögur.“

Sjá einnig: Þórarinn ósáttur

Hann segir það ósið á Íslandi að þegar rætt er um umbætur þá skorti menn kjark til að koma sér að efninu.  Hins vegar sé hátt matarverð á Íslandi grafalvarlegt mál.

„Ég ákvað því í framsögu minni að lýsa skepnunni eins og hún er og draga ekkert undan en samfara því hvetja menn til að lækka verð, þeim og almenningi til góðs. Þetta er ekki snákaolíusölumaður að tala enda sé ég fram á að tapa ef menn hlíta ráðum mínum.“

Viðbrögð við framsögu Þórarins hafa verið blendin. Margir fagna boðskap hans á meðan veitingamenn reyni að hrekja málflutning hans.

„Aðilar á markaði, sem hafa setið þar eins og feitir kettir, sýna hins vegar kunnugleg viðbrögð þegar bent er á að keisarinn er allsber. Það er drullað yfir mig persónulega auk þess sem aðilar halda fram tómri vitleysu til að gera mig og þann rekstur sem ég stend fyrir tortryggilegan.“

Sjá einnig: Stefán bakari hjólar í Þórarin hjá IKEA

Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verð á matseðli hjá sér á dögunum. Það finnst Þórarin vera jákvæð þróun og hvetur matarunnendur til að líta við hjá Stefáni Úlfarssyni í Þremur frökkum

Ég hvet því alla matarunnendur til að sýna framtaki Stefáns Úlfarssonar stuðning og mæta til hans í heimsins besta plokkfisk. Niðurstaðan gæti orðið sú að fleiri fylgdu í kjölfarið og þá myndi hagur allra vænkast.“

Sjá einnig: Veitingastaðurinn Þrír frakkar lækkaði verðið um 30%

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var

Tekjur Vaðlaheiðarganga 35-40% minni en áætlað var
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“

Albert lést á þriðjudaginn – Ragnar hefur fengið nóg: „Hver verður næstur, verður það sonur þinn?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð

Fjölskyldan sem týndist heil á húfi – Köld og skelkuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi