fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudagseftirmiðdag átti óhugnanlegt atvik sér stað við Borgarholtsskóla þegar átök tveggja manna leiddu til þess að annar þeirra hlaut lífshættulega höfuðáverka. Í tilkynningu lögreglu kom fram að mennirnir hafi slegist, en enginn hafi verið handtekinn vegna málsins. Þórlaug Sigfúsdóttir var á vettvangi þegar harmleikurinn átti sér stað. Að hennar sögn var annar maðurinn að koma henni til bjargar þegar maður, sem var í verulegu ójafnvægi, gerði sig líklegan til þess að ráðast á hana. Afleiðingarnar urðu þær að árásarmaðurinn hlaut lífshættulega áverka.Þórlaug segir:

„Í fréttum var gefið í skyn að mennirnir hafi verið að slást en það var fjarri lagi. Annar maðurinn var að bjarga mér.“

Atvikið átti sér stað við strætóskýli við Skólaveg í Grafarvogi. Þórlaug var nýkomin úr strætó þegar ókunnugur maður gekk að henni og virtist í árásarhug. „Ég þekkti þennan mann ekkert, en ég sá strax að hann var ekki í jafnvægi. Hann var með hnefann á lofti og því tók ég sveig framhjá honum,“ segir Þórlaug. Þegar hún leit við sá hún að maðurinn var að elta hana. „Þá byrjaði ég að hlaupa,“ segir Þórlaug.

Þórlaug Sigfúsdóttir

Hún hljóp framhjá strætóskýlinu við Skólaveg og þar voru nokkrir einstaklingar staddir, meðal annars maður sem hún kannast lítillega við úr hverfinu. „Hann steig þá fram og spurði hvað manninum, sem var að elta mig, gengi til. Þá réðst maðurinn á hann og kýldi hann nokkrum sinnum í magann,“ segir Þórlaug. Bjargvættur hennar hefði eðli málsins samkvæmt reynt að verja sig og þá sparkað manninum frá sér. Þórlaug segir:

„Þetta var ekki mikið högg en varð til þess að árásarmaðurinn datt eins og trédrumbur til jarðar. Hann gerði enga tilraun til þess að bera hendur fyrir höfuð sér, heldur skall bara með höfuðið í gangstéttina.“

Hún segir að lögreglu hafi þegar verið gert viðvart og fljótlega komu lögreglubíll og sjúkrabíll á vettvang. „Þennan tíma lá maðurinn hreyfingarlaus í jörðinni. Við fórum að huga að honum, en okkur var verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans,“ segir Þórlaug. Hún segir að þau hefðu ekki þorað að færa manninn til af ótta við að gera illt verra. „Þegar alvarleiki áverkanna kom í ljós var annar sjúkrabíll kominn á vettvang. Þegar þeir voru að koma árásarmanninum inn í bílinn þá byrjaði hann að froðufella. Það var afar óhuggulegt,“ segir Þórlaug.

Hún segir að atburðarásin hafi fengið mjög á hana og bjargvætt hennar. „Þetta var hrikaleg upplifun. Við vorum gjörsamlega miður okkar. Ég get ekki sagt til um það hvort þessi maður hafi verið undir áhrifum, en hann var augljóslega mjög veikur,“ segir Þórlaug. Á meðan lögreglan og sjúkraliðar athöfnuðu sig gat hún rætt aðeins við manninn sem kom henni til bjargar: „Þá kom í ljós að áður en maðurinn réðst að mér þá hafði hann fyrirvaralaust slegið þann sem síðar hjálpaði mér. Svo þaut hann í burtu og í áttina á mér. Áður en hann reiddi til höggs á öskraði hann víst: „Satan skipaði mér að gera þetta“,“ segir Þórlaug.

Maðurinn lá meðvitundarlaus á gjörgæslu í rúman sólarhring. Samkvæmt heimildum DV komst hann til meðvitundar að morgni fimmtudags og var fluttur á almenna deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki