Fimmtudagur 12.desember 2019
Fréttir

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari í skák, fékk dularfullt símtal frá manni sem kvaðst búa í Reykjavík. Maðurinn var erlendur og talaði með indverskum hreim. Í samtali við DV segir Hannes að full ástæða sé til að vara Íslendinga við. Hannes vakti fyrst athygli á málinu á Facebook:

„Mér var sagt að Tölvan mín væri með vírus og ég yrði að að gera ákveðnar ráðstafir til að losna við vírusinn hann sagðist vera með tölvuna mína skráða í kerfinu sínu. Ég prufaði fyrst að fylgja leiðbeiningum en leist svo ekkert á þetta lengur og ákvað að leggja á hann!“

Í samtali við DV segir Hannes að svikahrappurinn hafi hljómað trúverðugur:

„Hann var mjög klár, lét mig gera eitthvað á tölvunni minni sem sýndi ákveðið error. Hann sagði að það væri hans verk að laga villuna. Svo downlodaði ég forriti.“

Forritið sem Hannes niðurhalaði heitir Teamviewer. Með því hefði hinn slóttugi Indverji fengið aðgang að tölvu Hannesar og öllum hans upplýsingum. Þegar þarna var komið við sögu taldi Hannes að maðkur væri í mysunni og sleit samtalinu og lokaði forritinu. Hannes spyr á Facebook:

Hafa fleiri fengið svona símtöl? Hann sagðist vera búsettur í Reykjavík, hann talaði eins og Indverji.

Fleiri greina frá því á Facebook-síðu stórmeistarans að hafa fengið svipuð símtöl. Þessi aðferð er mjög þekkt hjá svikahröppum og hefur verið nýtt til að féfletta fólk í áraraðir. Oft reyna þessir ódámar að telja fólki trú um að þeir starfi fyrir Microsoft. Halda þeir fram að tölvan sé smituð af öflugum vírus. Næst biðja þeir um að viðkomandi niðurhali forriti sem gefur aðgang að tölvu fórnarlambsins, þá til að fjarlægja óværuna og fara fram á 200 til 400 dollara fyrir ómakið.

Hannes segir að það sé full ástæða til að vara Íslendinga við þessum svikahröppum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun

Talsverðar líkur á rafmagnstruflunum í dag – Rafmagnslaust á Dalvík síðan í morgun
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar

Einn mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi – Sjáðu ótrúlegt kort Veðurstofunnar
Fréttir
Í gær

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?

Hvað gerist á morgun og næstu daga? Áfram óveður eða gengur þetta niður?
Fréttir
Í gær

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl

Systir hennar pyntuð grimmilega í Sádi-Arabíu fyrir að aka bíl