fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. desember 2019 09:21

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki beint. Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingspilturinn sem féll í Núpá í Eyjafirði í gærkvöldi var að aðstoða bónda á svæðinu við að koma á rafmagni. Svo virðist vera sem krapabylgja hafi hrifið piltinn með sér en bóndinn náði að koma sér undan og kalla eftir aðstoð. Leit að piltinum hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi.

„Það er þarna heimarafstöð og lón og stíflumannvirki sem að þeir voru að vinna við að hreinsa krapa frá inntaki. Þeir stóðu þarna upp á veggnum og öðrum þeirra tókst að forða sér undan bylgjunni og hinum ekki og lenti þarna ofan í ánni sem tók hann með sér,“ sagði Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í fréttum RÚV í morgun.

Tilkynning um málið barst lögreglunni rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Allt tiltækt lið björgunarsveita var kallað á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Erfiðlega gekk að komast á vettvang vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðningstæki til að fara á undan. Einnig var kölluð til þyrla frá Landhelgisgæslunni og með henni komu fjórir kafarar. Erfiðlega gekk að ná aftur sambandi við tilkynnanda á vettvangi vegna aðstæðna. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn og hófu upplýsingaöflun og leit.

Leit stóð yfir í alla nótt og um þrjú leytið voru 43 leitarmenn á 17 tækjum að störfum á vettvangi. Auk leitarhunds. Aðstæður voru erfiðar vegna myrkurs og veðurs.

Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir í samtali við Vísi að leit verði haldið áfram í dag. Bætt verði við aðstoð þegar líður á daginn, meðal annars með mannskap frá öðrum svæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum