fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Fréttir

Áfram er leitað að piltinum sem féll í Núpá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 20:02

Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson. Mynd er úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefur staðið yfir umfangsmikil leit að pilti sem lenti út í Núpá í Sölvadal í gærkvöld, samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hætta hefur skapast á leitarsvæðinu vegna krapa sem áin hleður upp og getur runnið af stað með stuttum fyrirvara. Slíkt atvik varð í dag og skapaðist þá hætta en sem betur fer urðu ekki slys.

Aðstæður til leitar eru mjög erfiðar en útlit er fyrir betra veður á morgun. Tilkynning lögreglunnar um þetta er eftirfarandi:

Í dag hefur staðið yfir umfangsmikil leit að dreng sem lenti út í Núpá í Sölvadal í gærkvöldi. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið sleitulaust við störf síðan í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í nótt fleiri björgunarmenn og kafara norður og björgunarsveitir víðast hvar af landinu komu einnig akandi í morgun til aðstoðar. Meðal annars var notast við hunda til leitar meðfram ánni.

Hátt í 50-60 björgunaraðilar hafa verið við störf hverju sinni á vettvangi við leit og björgun og hefur þeim verið fjölgað jafnt og þétt yfir daginn eftir því sem fleiri björgunarsveitir hafa komið á svæðið. Meðal annars var fraktvél frá danska flughernum notuð til að flytja viðbótar búnað, björgunarsveitarmenn og menn frá Landhelgisgæslunni norður til Akureyrar til aðstoðar. Styrkur til leitarinnar jókst um 41 mann við það, en þörf var á sérhæfðum búnaði og sérhæfðum leitarmönnum til að skipta út fyrir þá sem höfðu staðið vaktina við hin ýmsu störf. Vélin sem kom frá Keflavík lenti á Akureyrarflugvelli nú seinnipart dags.

Alls hafa um 200 viðbragðsaðilar komið beint eða óbeint að leitinni í dag.

Aðstæður á vettvangi eru mjög krefjandi og lélegt skyggni á köflum. Vakta þarf ánna að hluta því að áin hleður upp krapa sem að getur síðan runnið síðan af stað með stuttum fyrirvara og þar með eykst straumurinn í ánni yfir það svæði sem leitað er á. Slíkt gerðist í eitt skipti rétt fyrir klukkan 18 og skapaðist þá ákveðin hætta en góð viðbrögð og viðvaranir urðu til þess að ekki hlaust slys af.
Aðgerðarstjórn tók ákvörðun að draga úr leit í ánni sjálfri í nótt en viðbragðsaðilar verða við leitarstörf við ánna í nótt og leit verður áframhaldið í fyrramálið af fullum krafti. Útlit er fyrir að betra veður verði á morgun til leitar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir