fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Vilhjálmur: Einn sá ríkasti á Íslandi sleppur – Á sama tíma gæti maðurinn sem stal fyrir 1.500 krónur farið í sex ára fangelsi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að sjálfsögðu á ekki nokkur manneskja að stela frá öðrum enda ekki hægt að réttlæta slíkt undir nokkrum kringumstæðum.En það er algerlega magnað að sjá hér að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan mann fyrir að hafa hnuplað vörum fyrir 1.500 krónur og refsiramminn er fangelsi að hámarki sex árum.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. Varaforseti ASÍ, í pistli á Facebook-síðu sinni. Þar gerir hann að umtalsefni ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn manni sem grunaður erum þjófnað úr verslunum Bónus í tvígang. Maðurinn stal ekki miklum verðmætum en samanlagt verðmæti varanna nam rúmum 1.500 krónur. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi er sex ára fangelsi. DV fjallaði um málið fyrr í dag. 

Vilhjálmur spyr hver refsiramminn er ef atvinnurekandi ástundar launaþjófnað af launafólki og það fyrir jafnvel milljónir króna.

„Stutta svarið er, engar refsingar og ekki eru einu sinni heimildir í lögum um fésektir hjá fyrirtækjum sem ástunda jafnvel ítrekað launaþjófnað.

Ekki bara að það séu ekki neinar refsiheimildir í lögum fyrir ítrekaðan launaþjófnað heldur hafa fyrirtæki verið sýknuð af dómstólum vegna „tómlætis“ starfsmanna sem fólgið er í því að starfsmenn áttuðu sig of seint á því að atvinnurekandinn væri búinn að stela af þeim kjarasamningsbundnum réttindum í nokkur ár.

Já, fyrirtæki hafa verið sýknuð af dómstólum þrátt fyrir að enginn vafi sé á grófum launaþjófnaði af hálfu atvinnurekandans.“

Vilhjálmur segir að Verkalýðsfélag Akraness þekki þetta vel því félagið fór ekki alls fyrir löngu með mál eitt gegn Hval, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, sem prófmál alla leið í Hæstarétt.

„Við unnum þetta prófmál í Hæstarétt en Hvalur hf. var dæmt til að greiða einum starfsmanni tæpa milljón vegna brota á kjörum samkvæmt ráðningarsamningi.

Þegar dómur í Hæstarétti féll þá hélt VLFA að einn ríkasti maður Íslands Kristján Loftsson eigandi Hvals myndi sjá sóma sinn í því að lagfæra kjör hinna 100 starfsmanna enda voru ráðningarsamningar starfsmanna allir eins og Hæstiréttur búinn að dæma Hval til greiðslu vegna vanefnda á kjörum í ráðningarsamningi.

Nei, það datt eiganda Hvals ekki til hugar og greip til annarra málsvarnar sem var að bera fyrir sig að starfsmenn hafi sýnt af sér tómlæti við það að hafa ekki áttað sig nægilega snemma á að Hvalur væri að brjóta á réttindum starfsmanna.“

Vilhjálmur kveðst hafa verið – og er líklega enn – mjög ósáttur við dóm Héraðsdóms Vesturlands sem þarna hafi sýknað einn ríkasta mann Íslands vegna þess að starfsmenn sýndu af sér tómlæti. Þeir hafi ekki áttað sig á því að Hvalur væri að „stela af þeim“ umsöndum launum eins og hann orðar það.

„Hvernig getur það verið tómlæti þegar launafólk veit ekki að fyrirtæki sem það starfar hjá sé að stunda stórfelldan launaþjónað?

Svona er Ísland í dag, maður sem stelur vörum fyrir 1.500 kr. er með refsiramma fyrir fangelsi í allt að sex ár en einn ríkasti maður Íslands sem hefur sannarlega stolið jafnvel 300 milljónum af sínum starfsmönnum er sýknaður á grundvelli þess að starfsmenn áttuðu sig ekki nægilega snemma á því að verið væri að ræna af laununum þeirra!

Er þetta eðlilegt, að sjálfsögðu ekki en mál starfsmanna Hvals var að sjálfsögðu áfrýjað til Landsréttar og verður tekið þar fyrir væntanlega í byrjun næsta árs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann