fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Mál Guðrúnar gegn Aras þingfest í Héraðsdómi í dag – Vill losna úr hjónabandi sem hún segir vera svikamyllu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Benediktsdóttir hefur stefnt Aras Nasradeen Kak Abdullah, rúmlega þrítugum Kúrda frá Írak, fyrir héraðsdóm þar sem hún krefst skilnaðar. Málið verður þingfest í dag samkvæmt öruggum heimildum DV, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Einnig hefur DV heimildir fyrir því að lögmaður Guðrúnar hafi sent beiðni til dómstóla um opinber fjárskipti hjónanna í síðustu viku. Aras er sagður eiga tvo glæsibíla en Guðrún er eignalaus og býr í leiguíbúð.

Mál Guðrúnar hefur mikið verið í fréttum og má lesa tvær fréttir um málið hér fyrir neðan. Guðrún og Aras giftust árið 2017 en hafa ekki búið saman í næstum ár og hefur Guðrún þann tíma árangurslaust reynt að fá Aras með sér til sýslumanns til að skrifa undir skilnaðarpappíra. Dvalarleyfi Aras rann út í síðasta mánuði. Talið var ólíklegt að hann fengi dvalarleyfi framlengt en DV hefur ekki upplýsingar um stöðu þess máls.

Guðrún segist hafa gifst Aras af ást en hjónabandið hafi verið svikamylla af hans hálfu og hann hafi einungis gifst henni til að öðlast dvalarleyfi og íslenska kennitölu. Hún sakar Aras einnig um að hafa féflett sig og beitt sig ofbeldi.

Guðrún er illa sett fjárhagslega en hún nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu lögmanns og getur þess vegna stefnt Aras. Lögmaður hennar ætlar einnig að krefja Aras um framfærslueyri aftur í tímann en sýslumaður mun úrskurða í því máli.

Sjá einnig: 

Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann

Nýjar vendingar í máli Guðrúnar og Aras

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir