fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Mál Guðrúnar gegn Aras þingfest í Héraðsdómi í dag – Vill losna úr hjónabandi sem hún segir vera svikamyllu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Benediktsdóttir hefur stefnt Aras Nasradeen Kak Abdullah, rúmlega þrítugum Kúrda frá Írak, fyrir héraðsdóm þar sem hún krefst skilnaðar. Málið verður þingfest í dag samkvæmt öruggum heimildum DV, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Einnig hefur DV heimildir fyrir því að lögmaður Guðrúnar hafi sent beiðni til dómstóla um opinber fjárskipti hjónanna í síðustu viku. Aras er sagður eiga tvo glæsibíla en Guðrún er eignalaus og býr í leiguíbúð.

Mál Guðrúnar hefur mikið verið í fréttum og má lesa tvær fréttir um málið hér fyrir neðan. Guðrún og Aras giftust árið 2017 en hafa ekki búið saman í næstum ár og hefur Guðrún þann tíma árangurslaust reynt að fá Aras með sér til sýslumanns til að skrifa undir skilnaðarpappíra. Dvalarleyfi Aras rann út í síðasta mánuði. Talið var ólíklegt að hann fengi dvalarleyfi framlengt en DV hefur ekki upplýsingar um stöðu þess máls.

Guðrún segist hafa gifst Aras af ást en hjónabandið hafi verið svikamylla af hans hálfu og hann hafi einungis gifst henni til að öðlast dvalarleyfi og íslenska kennitölu. Hún sakar Aras einnig um að hafa féflett sig og beitt sig ofbeldi.

Guðrún er illa sett fjárhagslega en hún nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu lögmanns og getur þess vegna stefnt Aras. Lögmaður hennar ætlar einnig að krefja Aras um framfærslueyri aftur í tímann en sýslumaður mun úrskurða í því máli.

Sjá einnig: 

Guðrún leitar að manninum sínum svo hún geti skilið við hann

Nýjar vendingar í máli Guðrúnar og Aras

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa