Föstudagur 13.desember 2019
Fréttir

Ekkert eftirlit með vinsælum fylliefnaaðgerðum – „Þetta er ekki hættulaus starfsemi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. nóvember 2019 19:24

Skjáskot úr fréttatíma RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatíma RÚV kom fram að ekkert eftirlit er á Íslandi sem fegrunaraðgerðum með fylliefnum. Slíkar aðgerðir teljast ekki sem heilbrigðisþjónusta og sæta því ekki eftirliti landlæknis.  Aðgerðir með botox-efninu sæta þó eftirliti. Fylliefni er sprautað undiraugu, kjálkabein og varir svo dæmi séu tekin.

RÚV ræddi annars vegar við Björn Geir Leifsson, yfirlækni hjá embætti Landlæknis og hins vegar við Nadíu Sif Gunnarsdóttur, 19 ára áhrifavald.

Björn segir að endurskoða þurfi lagaumhverfi um fylliefnaaðgerðir. Aðgerðirnar feli í sér að efnum er sprautað inn í líkama fólk og slíkar aðgerðir verði að sæta eftirliti.  „Þetta er bara sprenging“, sagði Björn um vinsældir fylliefnaaðgerða. Björn segir að landlækni hafi borist kvartanir vegna slíkra aðgerða enda séu þær ekki áhættulausar. „Þetta er ekki hættulaus starfsemi.“  Björn segir að embætti landlæknis sé nú að vinna að tillögum til ráðuneytis um úrbætur í málaflokknum.

Nadía Sif er 19 ára og hefur farið í varafyllingu. Í samtali við fréttastofu RÚV segir hún að líklega liggi samfélagslegur þrýstingur að baki ákvörðun sumra sem fái sér varafyllingar.

„Samfélagið er bara orðið svona. Þetta er tengt samfélagsmiðlum. Þú sérð allar þessar stjörnur og þess vegna leitast ungar stelpur í að vilja vera eins og þær, því þær eru álitnar fullkomnar“

Í samtali við DV segir Nadía að hana hafi langað að prófa fyllingar. Ekki vegna þrýstings heldur löngunar eftir að  hugsað vel og lengi um þá ákvörðun og hafi alls ekki farið vegna þess að hún hafi verið ósátt við sjálfa sig. Telur hún mikilvægt að aðrar ungar konur geri slíkt hið sama.

Henni finnst athyglisvert hvað hlutir eins og að lita hár, fá sér húðflúr og annað sem breyti útliti þyki hvers dagslegur hlutur, en varafyllingar séu hins vegar eitthvað sem konur virðist stöðugt þurfa að verja að hafa fengið sér.

Segir hún að RÚV hafi slitið samtal við hana úr samhengi og sleppt því að birta hluta af því sem hún sagði:

„Ég sagði líka að margar stelpur gera þetta út af þrýsting en mjög margar gera þetta bara því þeim langar það og þú getur alveg eins breytt útliti þínu gífurlega með farða, en getur líka fegnið þér fyllingar en litið alveg eins og þú ert í raun.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum

Varðskipið Þór á leið til Dalvíkur – Farið að kólna verulega í húsum
Fréttir
Í gær

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni

Pilturinn sem féll í Núpá var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni