fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fréttir

Blaðamaður mbl.is harðorður um kollega sína – „Einhver kallaði þá stéttsvikara“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Kristjánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, var harðorður í garð kollega sína á Twitter síðu sinni í dag.

Verkfall stóð yfir á mbl.is í dag og áttu engar fréttir að birtast á síðunni milli 10 og 14. Það hefur vakið athygli að þrátt fyrir verkfallið voru fréttir að birtast inni á vefsíðunni.

Alexander, sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 2017, segir það vera leiðinlegt að blaðamenn prentútgáfunnar séu að grafa undan verkfallinu.

Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, bendir á það að frétt sem birtist á mbl.is í verkfallinu sé einungis tvær setningar. Alexander svarar þessu tísti Jóhanns og segir þetta vera ágætis vísbendingu um að það séu ekki almennir blaðamann vefmiðilsins sem eru að brjóta verkfallið. DV gerði tilraun til að ná tali af Alexander en án árangurs.

„Sá sem skrifaði fréttina kann ekki á kerfið. Veit ekki að það þarf að haka í sérstakan reit til að meginmál fréttarinnar, en ekki bara forsíðutexti, birtist. Ágætis vísbending um að það séu ekki almennir blaðamenn mbl.is að skrifa, enda virða þeir verkfallið“

Fleiri blaðamenn hafa gagnrýnt þetta meinta verkfallsbrot mbl.is en meðal þeirra er Tómas Þór Þórðarsson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum.

„Sár vorkenni alvöru blaðamönnum mbl.is sem lögðu niður störf í boðuðum verkfallsaðgerðum en horfa svo upp á miðilinn svína á kollegum sínum með því að skrifa í stoppinu. Skammarlegt og ekkert minna en sorglegt.“

Verkfallið tekur til félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem starfa fyrir vefmiðlana mbl.is, visir.is og frettabladid.is. Rétt er að taka fram að DV tekur ekki þátt í verkfallsaðgerðum að sinni þar sem DV er ekki innan vébanda SA.

Áhrif verkfallsins á starfsemi ruv.is eru takmörkuð þar sem stærstur hluti fréttamanna á fréttastofu RÚV er í Félagi fréttamanna, en ekki Blaðamannafélaginu. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins sagði fyrr í dag að fréttastofa RÚV eigi ekki í deilu við Blaðamannafélagið og vísar á Samtök atvinnulífsins.

Um þetta virðist þó deilt innanhúss því Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV Núll, tjáir sig einnig um verkfallið á Twitter. Þar segir hún:

„Það var uppi vafamál með hverjir ættu að taka þátt í verkfalli blaðamanna hér á RÚV en BÍ vill meina að fólk utan félaga megi ekki skrifa inn á vefinn þar sem verið væri að ganga í störf félaga. Stjórnendur hér ósammála því og það jafnvel skiljanlega.

Ég er verkefnastjóri RÚV núll og félagi í BÍ. Það var skýrt í verkfallskvaðningu BÍ að stjórnendur í BÍ mættu ekki vinna. Og stjórnendur á RÚV sammála því að það ætti við um mig. Ég ákvað hins vegar að RÚV núll myndi hlýða verkfallsboðun BÍ í stað þess að láta reyna á hana.

Dagskrárgerðarfólk á RÚV núll, sem eru ekki í BÍ, skrifuðu því ekki staf inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Við nýttum tímann til annarra verka. Þetta er gert til að senda ekki kjarabaráttu blaðamanna fingurinn þegar ráðist er í verkfall í fyrsta sinn í fjörutíu ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt
Fréttir
Í gær

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Í gær

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina
Fréttir
Í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu bát í vanda

Björguðu bát í vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni

Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni