fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mikill eldur á Akureyri – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 08:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynningu um eld í íbúðarhúsi við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús. Erfiðlega hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins og leggur talsverðan reyk yfir hluta Oddeyrarinnar. Í tilkynningu frá lögreglu eru Akureyringar beðnir um að hafa glugga lokaða hjá sér á meðan ástandið varir.

Í húsinu eru þrjá íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út en ekki hefur tekist að staðfesta hvort  einhver hafi verið inni í þeirri íbúð sem eldurinn kom upp í.

Slökkvistarf er enn í gangi og verður fréttin uppfærð síðar í dag.

Uppfært kl. 11:24:

Í nýrri tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um málið segir:

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar er ekki talið að nokkur hafi verið inni í íbúðinni eins og óttast var. Lögreglan hefur náð tali af öllum íbúum hússins. Slökkvistarf stendur enn yfir en búið er að ráða niðurlögum eldsins. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúa hússins.

 

Uppfært kl. 10:25

Samkvæmt frétt á Vísi var enginn inni í íbúðinni sem eldurinn kviknaði í. Búið er að slökkva eldinn að mestu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki