Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi og virtist góða skapið vera einhverstaðar víðsfjarri, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar. Um sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 19:00 til 05:00, og sjö gistu fangageymslu.
Afskipti voru höfð af erlendum manni í miðbænum sem var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér né framvísað skilríkjum, einnig fundust fíkniefni á manninum og var hann vistaður í fangaklefa.
Maður var handtekinn í miðbænum og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann.
Maður var handtekinn á stolnum bíl í hverfi Garðabæ. Hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Var hann vistaður í fangaklefa.
Maður var handtekinn í hverfi Garðabæ fyrir líkamsárás og vistaður í fangaklefa. Ekki segir nánar frá árásinni í dagbók lögreglu.
Aðili handtekinn eftir að hafa brotist inn í Gerðarsafn í Hamraborg í Kóðavogi. Þjófurinn náðist nokkrum minútum síðar og þýfið komst aftur til skila, maðurinn var vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunar var upplýst um málið, tilkynning send á barnavernd.
Tilkynnt var um konu í mjög annarlegu ástandi í hverfi 111 þar sem hún lá úti, henni var komið undir læknishendur.