fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Erfið nótt hjá lögreglu og fólk í annarlegu ástandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 08:07

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi og virtist góða skapið vera einhverstaðar víðsfjarri, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar. Um sjötíu mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 19:00 til 05:00, og sjö gistu fangageymslu.

Afskipti voru höfð af erlendum manni í miðbænum sem var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér né framvísað skilríkjum, einnig fundust fíkniefni á manninum og var hann vistaður í fangaklefa.

Maður var handtekinn í miðbænum og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann.

Maður var handtekinn á stolnum bíl í hverfi Garðabæ. Hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Var hann vistaður í fangaklefa.

Maður var handtekinn í hverfi Garðabæ fyrir líkamsárás og vistaður í fangaklefa. Ekki segir nánar frá árásinni í dagbók lögreglu.

Aðili handtekinn eftir að hafa brotist inn í Gerðarsafn í  Hamraborg í Kóðavogi. Þjófurinn náðist nokkrum minútum síðar og þýfið komst aftur til skila, maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunar var upplýst um málið, tilkynning send á barnavernd.

Tilkynnt var um konu í mjög annarlegu ástandi í hverfi 111 þar sem hún lá úti, henni var komið undir læknishendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir