fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Svona er staða ungu hjónanna í dag: Keyptu íbúð í fyrra en síðan þá hefur margt breyst – „Þetta er að mínu áliti ágjörlega óásættanlegt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2019 09:36

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er sorglegt og dapurlegt að viðskiptabankarnir þrír hafi ekki viljað skila þeirri miklu stýrivaxtalækkun sem Seðlabankinn hefur hrint í framkvæmd eftir að lífskjarasamningurinn var undirritaður,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ.

Vilhjálmur sagði frá ungum hjónum í fyrra sem áttu sér þann draum að komast út af leigumarkaðnum. Hjónin, sem á þeim tíma áttu tvö börn og voru með eitt í viðbót á leiðinni, höfðu borgað 180 þúsund krónur á mánuði sem þeim þótti nokkuð mikið, auk þess sem þau upplifðu ákveðið óöryggi að vera á leigumarkaði.

Þriggja herbergja íbúð á 28,9 milljónir

Tilefni greinarinnar sem Vilhjálmur skrifaði í fyrra voru þó þau vaxtakjör sem hjónunum buðust. Þau höfðu keypt þriggja herbergja íbúð í tvíbýli á 28,9 milljónir króna. Þar sem þau voru búin að safna fjórum milljónum króna í útborgun þurftu þau að taka lán upp á 24,8 milljónir hjá einum af viðskiptabönkunum þremur. Þau þurftu að taka þrjú lán sem Vilhjálmur útlistar síðan:

„Fyrsta lánið var 16,3 milljónir verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára með breytilegum vöxtum upp á 3,65%

Annað lánið var 6,5 milljónir verðtryggt jafngreiðslulán til 25 ára með breytilegum vöxtum uppá 4,75%

Þriðja lánið var uppá tæpar 2 milljónir óverðtryggt til 10 ára með breytilegum vöxtum uppá 6,75%.“

Vilhjálmur sagði að þetta væri á sama tíma og neytendum í þeim löndum sem við berum okkur saman við stendur til boða vextir frá 0,5 prósentum upp í 2,5 prósent á óverðtryggðum lánum.

„Það er svo dapurt og sorglegt hvernig við sem samfélag látum það átölulaust hvernig níðst er á unga fólkinu okkar og reyndar á öllum neytendum á húsnæðismarkaði,“ sagði Vilhjálmur.

Stýrivextir lækka

Í pistli sem Vilhjálmur skrifaði í gær um þessi sömu ungu hjón bendir hann á að ýmislegt hafi breyst í íslensku samfélagi, til dæmis hafi stýrivextir lækkað töluvert. „Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að ein af aðalforsendum lífskjarasamningsins var að stýrivextir myndu lækka umtalsvert og að sú vaxtalækkun myndi að sjálfsögðu skila sér til íslenskra neytenda, heimila og fyrirtækja.“

Vilhjálmur bendir svo á að Seðlabankinn hafi lækkað stýrivextina í þremur aðgerðum um 1,25% eftir undirritum lífskjarasamnings. Vilhjálmur upplýsir svo hvernig lán ungu hjónanna, sem öll voru með breytilegum vöxtum, hafa þróast eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans.

„Fyrsta lánið var 16,3 milljónir verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára með breytilegum vöxtum upp á 3,65%. Í dag eru vextirnir á þessu láni 3,30% og hafa lækkað einungis um 0,35%. Annað lánið var 6,5 milljónir verðtryggt jafngreiðslulán til 25 ára með breytilegum vöxtum uppá 4,75. Í dag eru vextirnir á þessu láni 4,40% og hefur lækkað einungis um 0,35%. Þriðja lánið var uppá tæpar 2 milljónir óverðtryggt til 10 ára með breytilegum vöxtum uppá 6,75%. Í dag eru vextirnir á þessu láni 6,65% og hefur lækkað einungis um 0,10%.“

Óásættanleg staða

Vilhjálmur segir óásættanlegt að vaxtalækkunin hjá þessum ungu hjónum hafi verið jafn lítil og raun ber vitni, þrátt fyrir lækkun stýrivaxta.

„Þetta er að mínu áliti ágjörlega óásættanlegt, að fjármálakerfið skuli ekki skila þessari miklu vaxtalækkun til heimilanna, neytenda og fyrirtækja eins og lagt var upp með.“ Hugsið ykkur að hjá þessum ungu hjónum hefur vaxtalækkunin einungis verið 0,35% á verðtryggðu lánunum og 0,10% á óverðtryggðaláninu þrátt fyrir að stýrivextirnir hafi lækkað um 1,25% frá 3. apríl á þessu ári. Það er alveg morgunljóst að ef fjármálakerfið ætlar sér ekki að skila þessari vaxtalækkun til neytenda nema í algjöru skötulíki, þá mun það kalla á hörð viðbrögð frá verkalýðshreyfingunni, enda var vaxtalækkun ein af aðalforsendum lífskjarasamningsins eins og áður sagði!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki