fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Helena fékk sent myndband sem sýnir son hennar verða fyrir ofbeldi: „Þeir voru hérna fyrir utan heimilið og hótuðu honum“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. október 2019 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14 ára drengur hefur orðið fyrir miklu ofbeldi undanfarna daga en móðir hans komst að ofbeldinu fyrir stuttu þegar hún fékk sent myndband af strákum að sparka í son sinn á meðan hann lá á jörðinni.

DV hafði samband við Helenu Dögg, móður drengsins, sem segir son sinn vera með miklar greiningar og þess vegna liggur hann vel við höggi fyrir hina strákana. Þeir hafi reynt að kúga hann til þess að gera ýmsa hluti fyrir sig í skiptum fyrir að láta hann vera.

„Hann er með ýmsar greiningar og þess vegna er það auðvelt fyrir þá að misnota hann. Þeir eru að biðja hann um hitt og þetta, ef hann reddar grasi eða peningum þá munu þeir láta hann vera. Hann er með svo mikið af greiningum og er ekki alveg á sínum aldri, þess vegna er það svo auðvelt að misnota hann.“

Helena hafði samband við strákana sem hún telur að hafi verið í myndbandinu. Þar segja þeir að sonur hennar hafi kallað vin þeirra „negra“ og þess vegna séu þeir að þessu. Helena segir að auðvitað sé það ekki í lagi að segja þetta en hún talaði við son sinn sem segist sjá eftir þessu.

Hún komst að því að myndbandið af strákunum að sparka í son sinn hafi verið tekið upp fyrir tveim vikum síðan. Strákarnir séu þó alls ekki hættir ofbeldinu en í gær stóðu þeir fyrir utan heimili Helenu og hótuðu syni hennar.

„Þeir voru hérna fyrir utan heimilið og hótuðu honum. Ég var ekki heima í dag og þá voru strákarnir komnir fyrir utan hérna. Hann var skíthræddur.“

Helena segir strákana einnig hafa verið með mikil leiðindi við son sinn inni á smáforritinu Snapchat. Þar hafi strákarnir meðal annars verið að hóta því að berja hann. Snapchat virkar þannig að skilaboðin eyðast innan ákveðins tíma séu þau ekki vistuð og því hefur forritið verið notað í tengslum við ofbeldi í gegnum netið.

Ekki er víst hvar myndbandið var tekið upp. Fyrst hélt Helena að þetta hefði gerst í Seljaskóla en síðan hefur hún fengið upplýsingar um að þetta hafi gerst í Hörðuvallaskóla.

Helena gaf DV leyfi til að birta myndbandið sem um ræðir til að vekja athygli á alvarleika málsins. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

[videopress 3mdkeu7M]

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki