Mánudagur 17.febrúar 2020
Fréttir

Ráðist á Íslendinga í Brighton – „Þetta var viðurstyggileg árás“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. október 2019 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar urðu fyrir hrottalegri árás á laugardaginn í Brighton á Englandi.

Íslendingarnir voru barðir og síðan var óþekktu efni úðað á andlit þeirra. Lögreglan elti þá grunuðu og handtók tvo táninga í tengslum við árásina. 

The Argus greinir frá því að Íslendingarnir hafi verið á vappi í Brighton þegar hópur af svartklæddum mönnum veittist að þeim. Vísir fjallaði fyrst um málið hér á landi. 

Íslendingarnir voru fluttir á Royal Sussex County spítalann vegna þeirra áverka sem þeir hlutu af árásinni. Þeir voru marðir og bólgnir í andlitinu eftir árásina.

Lögreglunni var tilkynnt um árásina um klukkan hálf fimm að morgni laugardags. Lögreglan fékk lýsingu á útliti þeirra grunuðu og kom stuttu síðar auga á menn sem pössuðu við lýsinguna. 

Mennirnir hlupu á brott en lögreglan náði tveimur 17 ára piltum sem voru handteknir. Þeir eru grunaðir um árásina en auk þess höfðu þeir á sér skotvopn og úðabrúsa sem innihélt eitraðan vökva. Annar drengjanna er einnig grunaður um þjófnað og vörslu fíkniefna.

Sebastian Day, varðstjóri á svæðinu, tjáði sig um málið ásamt því sem hann óskaði eftir vitnum að árásinni. „Þetta var viðurstyggileg árás“ sagði varðstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig telur að verkfallið verði langt

Sólveig telur að verkfallið verði langt
Fréttir
Í gær

Eiginkona Ólafs Hand stígur fram – „Aldrei datt mér í hug að ég yrði ákærð fyrir upplognar sakir“

Eiginkona Ólafs Hand stígur fram – „Aldrei datt mér í hug að ég yrði ákærð fyrir upplognar sakir“
Fréttir
Í gær

Íslenskar konur deila hryllingssögum af stefnumótaforritum: „Ekki gert af hefndarhug eða til þess að særa“

Íslenskar konur deila hryllingssögum af stefnumótaforritum: „Ekki gert af hefndarhug eða til þess að særa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opið bréf kennara til dómsmálaráðherra vegna brottvísunar íransks transbarns: „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll“

Opið bréf kennara til dómsmálaráðherra vegna brottvísunar íransks transbarns: „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Veðrið farið að lægja á höfuðborgarsvæðinu: Þessir hafa opnað á ný

Veðrið farið að lægja á höfuðborgarsvæðinu: Þessir hafa opnað á ný
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Valgeir aldrei upplifað annað eins

Jón Valgeir aldrei upplifað annað eins