fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Sauð upp úr í deilum Albana á Íslandi: Reyndi að stinga hinn með hníf við Austurbæjarskóla

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. október 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn báðir ættaðir frá Albaníu, annar þó búsettur hér á landi, hafa verið ákærðir fyrir vopnaða árás gegn hvor öðrum. Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað á Barónsstíg í sumar, rétt hjá Austurbæjarskóla og Sundhöllinni.

Annar þeirra ber fyrir sig að hann hafi einungis verið að verjast atlög hins mannsins. Sá sem ekki er búsettur hér á landi er sakaður um að hafa reynt að stinga hinn með hníf en sá sem er búsettur hér náði að komast undan þeirri árás.

Sá sem er búsettur hér á landi er, þrátt fyrir að segjast hafa verið að verja sig, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann er sakaður um að hafa slegið hinn manninn með hafnarboltakylfu í höfuðið. Af því hlaut maður heilahristing og langan skurð á mitt enni.

Sá sem ekki er búsettur hér á landi var á dögunum úrskurðaður í farbann. Í þeim dómi kom fram að upptaka væri til af atvikinu: „Þá kemur einnig fram í greinargerð sækjanda að myndbandsupptaka liggi fyrir í málinu þar sem sjá megi ákærða hlaupa með stóran eldhúshníf á móti manni sem hafi verið með hafnaboltakylfu í hendinni en sá hafi slegið ákærða. Á upptökunni megi sjá hvar ákærði reyni að stinga hinn manninn með hnífnum. Ákærði kveðst hafa gert þetta í sjálfsvörn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir