fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Lögreglan er enn að rannsaka ábendingu um hvarf Geirfinns Einarssonar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. október 2019 07:58

Geirfinnur Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Vestmannaeyjum er enn að rannsaka ábendingu er tengist hvarfi Geirfinns Einarssonar. Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur ríkissaksóknari, vísaði ábendingu um hvarf Geirfinns til frekari rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Höllu var fyrr á árinu falið að taka afstöðu til rannsókna á tveimur ábendingum er tengjast hinum svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að málið sé enn til rannsóknar. Vegna aldurs málsins sé rannsóknin tafsöm en unnið sé að gagnaöflun. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

Ábendingin, sem um ræðir, kom frá manni sem sagðist hafa séð þrjá menn koma til hafnar í Vestmannaeyjum á trillu daginn eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík. Tveir þeirra hafi leitt þann þriðja á milli sín og hafi hann verið máttfarinn og rænulítill. Mennirnir hafi komið inn í verbúð, þar sem sjónarvotturinn var staddur, og hafi verið dágóða stund inni í lokuðu herbergi og hafi haft leyfi kokksins á staðnum til þess. Síðan hafi þeir gengið sömu leið niður á höfn og um borð í trilluna og haldið úr höfn. Nokkru síðar hafi trillan lagst aftur að bryggju en þá hafi tveir menn komið frá borði, þann máttfarna sá sjónarvotturinn ekki aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum

Telur að Eystrasaltsríkin ofmeti vernd NATO gegn Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“

Sverrir Einar ætlar í skaðabótamál við ríkið – Segir fordæmalaust einelti lögreglumanns og afskiptaleysi yfirmanna hans „í reynd banabiti B5“