fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Hildur: Nú er nóg komið – Heil vinnuvika fer í umferðartafir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi.“

Þetta segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Töluvert hefur verið rætt um samgöngumál í höfuðborginni að undanförnu og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Þung umferð og talsverðar tafir eru þó staðreynd og eitthvað sem flestir þeirra sem fara ferða sinna í bílum á hverjum morgni kannast við.

Hildur bendir á að Samtök iðnaðarins telji mikla hagkvæmni fólgna í minni umferðartöfum í borginni. Þannig megi ná fram 80 milljarða ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fimm árum ef tekst að minnka tafir um 15 prósent. Þá eru ótalin meiri lífsgæði sem felast í góðum samgöngum.

„Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir,“ segir Hildur.

Hún gagnrýnir Samfylkinguna og segir flokkinn hafa um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár sé lofað árangri í samgöngumálum en sá árangur hafi þó látið á sér standa.

„Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað.“

Hildur segir að ferðavenjur hafi ekki breyst og Reykjavíkurborg sé eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Segir hún að nauðsynlegt sé að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað sé óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár.

„Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir