fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Furðulegasta atvinnutækifæri Íslands – Hamsturinn fastur í klósettinu og eigandinn ráðþrota

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt atvinnutilboð birtist á Facebook fyrir skömmu. Þar eru boðnar 10 þúsund krónur til þess aðila sem getur aðstoðað við að bjarga hamstri sem er fastur í klósettkassa.  Auglýsandi, og eigandi hamstursins, sem vill ekki láta nafn síns getið, segir í samtali við DV að ekki sé um grín að ræða.

Auglýsingin er eftirfarandi: „Vantar manneskju til að ná hamstri út klósettkassa án þess að brjóta kassann. Hamsturinn er lifandi en virðist annað hvort ekki geta notað þá “stiga” sem við erum búin að reyna eða fílar þetta svo vel að hann vilji ekki koma. Þetta er upphengt klósett og hamsturinn er inni í veggkassanum. Einhver? 10.000 í boði. Nei ekki grín. Já er á höfuðborgarsvæðinu.“

Hamsturinn fær gjarnan að leita lausum hala inn á baðherbergi á meðan eigandinn gerir sig til á morgnanna. Taldi eigandinn að enginn leið væri fyrir hamsturinn að lenda í háska þar, en annað kom á daginn.

„Ég þríf baðherbergið á hverjum degi en vissi samt ekki að undir klósettinu er eitthvað gat. Þar tróð hann sér inn og gat einhvern veginn troðið sér inn í vegginn. Kræst er búin að reyna svo margt en hann er bara á vappi þarna inni.“
Eigandinn segir að öll ráð séu vel þeginn. Er á leið í byko að kaupa reipi og vona að hann geti klifrað þar upp.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“