fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Loksins lausn í sjúkrabílamálinu: 25 nýir bílar keyptir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 14:44

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa náð samkomulagi um framlengingu á samningi um kaup og rekstur sjúkrabíla. Heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við undirritun þess í dag. Samkvæmt því mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabíla, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi af hálfu ríkisins. Fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkrabílaflotans tafist frá þeim tíma.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands og Rauða krossinum á Íslandi. Eins og við greindum frá í frétt í vetur hafa sjúkraflutningamenn miklar áhyggjur af ástandi sjúkrabílaflotans. Bílarnir séu of fáir og of gamlir og bilanir færist í vöxt. Ljóst er að 25 nýir bílar munu breyta miklu til batnaðar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lýsir yfir ánægju með samninginn, samkvæmt fréttatilkynningunni:

Það er mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum okkar við Rauða krossinn á Íslandi hafi lokið með þessum farsæla hætti. Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkrabíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkisins hefur verið lögð áhersla á tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang.“

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir:

Það er ánægjulegt að hafa náð langþráðu samkomulagi um rekstur sjúkrabifreiða. Samstarf okkar og Rauða krossins hefur ávallt verið gott og við hlökkum til að ráðast nú í það verkefni að endurnýja bílaflotann og tryggja sjúkraflutningafólki og skjólstæðingum þess eins öruggar aðstæður og kostur er.“

Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, segir:

Með þessu samkomulagi hefur tekist að jafna ágreining og framlengja það sameiginlega verkefni okkar og stjórnvalda að annast sjúkraflutninga í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú annast þessa þjónustu við góðan orðstír í hartnær hundrað ár. Sjúkraflutningaþjónustan er samofin sögu félagsins allt frá stofnun þess og við lítum í senn hreykin um öxl og full tilhlökkunar fram á veginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum