fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Dóra Ólafsdóttir varð 107 ára í gær – Hefur áhuga á knattspyrnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. júlí 2019 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn en í gær, þann 6. júlí, varð hún 107 ára. Frá þessu er greint á Facebook-síðunni Langlífi.

Dóra er frá Kljáströnd í Suður-Þingeyjarssýslu. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri sem síðar varð Menntaskólinn á Akureyri. Hún flutti síðan til Kaupmannahafnar.

Þegar hún kom heim starfaði hún sem talsímakona hjá Landsímanum á Akureyri í 40 ár. Dóra og Þórir Áskelsson, eiginmaður hennar, voru búsett lengi á Norðurgötu 53 á Akureyri.

 

Mynd: Áskell Þórisson

 

 

Þegar Dóra varð 100 ára árið 2012 flutti hún til sonar síns í Kópavogi en fór seint sama ár á hjúkrunarheimilið Skjól.

Dóra sagði í viðtali í Morgunblaðinu í fyrra að hún hefði fengið hollan mat í uppvextinum, alltaf gengið í vinnuna hjá Landssímanum og farið reglulega í sund. Hún hefur áhuga á knattspyrnu, fylgist með fréttum í blöðunum, gengur í mat og kaffi og ætlar ekki að hætta að prjóna í bráð. Ása dóttir Dóru er 85 ára og Áskell sonur hennar 66 ára.

Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi var kunningi Þóris og Dóru. Langamma Dóru og Jónas Hallgrímsson skáld voru systkinabörn og langafi hennar og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri voru systkinabörn. Tryggvi var bróðir Þóru sem Jónas orti um í Ferðalokum. Dóra og Guðríður Hjaltested (mamma Gógó), sem varð 100 ára, voru þremenningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco