fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Myndband – Sjómenn á Bíldsey skáru sporð af hákarli: „ÞVÍLÍKU SJÚKU AUMINGJAR“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christel Ýr Johansen, Instagram-stjarna og förðunarfræðingur, deilir á Facebook-síðu vægast sagt óhugnanlegu myndbandi. Á því má sjá sjómenn á skipinu Bíldsey SH-65 skera sporð af skepnu, sem virðist vera Grænlandshákarl, og hlæja sig máttlausa. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en rétt er að vara viðkvæma við efninu. DV hefur ennfremur borist fjöldi ábendinga um myndbandið.

Christel er verulega misboðið og er ekki ein um það því hegðun sjómannanna er fordæmd í athugasemdum. „ÞVÍLÍKU SJÚKU AUMINGJAR! Gæinn er svo stoltur af sér að hann slökkti á kommenta kerfinu því enginn var víst sammála honum.. náði SR áður en hann lokaði á það,“ skrifar Christel.

Það var Halldór Gústaf Guðmundsson sem deildi myndbandinu á Facebook-síðu sína og skrifar: „Nú verður allt vitlaust (hann var hálfdauður…)“ Í mynd má svo sjá Gunnar Þór Óðinsson, en samkvæmt Facebook-síðu hans er hann „Yfirstýrimaður/skipstjóri“ á Bíldsey. DV gerði tilraun til að ná í hann sem og stjórnarformann útgerðarinnar, Sæfell hf., án árangurs.

Í athugasemdum við færslu Christel kalla vinir hennar eftir því að þetta sé tilkynnt til MAST þar Grænlandshákarlinn hefur fengið verndarstöðu. Ein vinkona hennar deilir sínum skilaboðum til MAST en þar segir: „Í gær deildi Halldór Gústaf Guðmundsson myndbandi þar sem hann og félagi hans, Gunnar Þór Óðinsson, eru í mynd. Áhorfendur sjá grænlandshákarl hanga á sporðinum í reipi meðfram hlið Bíldseyjar SH. Gunnar sést skera sporðinn af hákarlinum og áhorfendur sjá á eftir sporðlausum hákarlinum. Það er ljóst að Halldóri og Gunnari þykir þetta skemmtiefni; Halldór talar um að fá smá útrás á morðhvöt og Gunnar reynir að réttlæta þetta með því að segja að hákarlinn hafi verið að éta fiskinn af línu þeirra og það hafi orðið honum að falli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“
Fréttir
Í gær

113 smit á tveimur dögum – Víðir kominn í sóttkví

113 smit á tveimur dögum – Víðir kominn í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Er virkilega ekki hægt að gera betur?“ spyr Lára – „Líklega ein versta tilfinningin“

„Er virkilega ekki hægt að gera betur?“ spyr Lára – „Líklega ein versta tilfinningin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram ósátt með „klámbrellu“ RÚV – „Kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás“

Bryndís Schram ósátt með „klámbrellu“ RÚV – „Kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfuðborgarsvæðið rautt: „Það að fara að leita að einhverjum sökudólgi mun ekki skila okkur neinu“

Höfuðborgarsvæðið rautt: „Það að fara að leita að einhverjum sökudólgi mun ekki skila okkur neinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Metamfetamín, kannabis og hvítar töflur fundust í íbúðarhúsnæði í Keflavík

Metamfetamín, kannabis og hvítar töflur fundust í íbúðarhúsnæði í Keflavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Í kringum 70 þúsund byssur í einkaeign á Íslandi – Ekki þörf á byssuskáp fyrr en á fjórðu byssu

Í kringum 70 þúsund byssur í einkaeign á Íslandi – Ekki þörf á byssuskáp fyrr en á fjórðu byssu