fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Máni er 11 ára með elliglöp og búinn að vera týndur í sólarhring – Hundaeigandi sendir neyðarkall

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máni, 11 ára hundur af labradorkyni, hefur verið týndur í sólarhring. Hans er sárt saknað af eigendum.

Mána var hleypt út um 16:00 í gær til að pissa og hefur sloppið úr bakgarðinum sínum í 108 Reykjavík, Háaleitis- og Bústaðahverfi. Eigandi hans sagði í samtali við blaðamann að hann gæti hafa farið í Elliðárdalinn, þar sem hann fær oft að hlaupa.

Máni er orðinn 11 ára gamall og þjáist af elliglöpum og skertri heyrn. Því telur eigandi að það sé mögulegt að hann hafi orðið áttavilltur og rati ekki heim til sín. Veðrið var ekki með besta móti í nótt.

„Hann hefur alltaf skilað sér heim, en nú er liðinn sólarhringur og við höfum ekkert heyrt. Það höfðu tveir samband sem héldu að þeir hefðu séð hann í Árbæ, en hann fannst samt ekki. Ég hringdi í hundaeftirlitið og lögregluna, en við höfum ekki  heyrt neitt. Maður hjá hundaeftirlitinu taldi mjög ólíklegt að hann væri enn á vappi, hann hlyti að hafa komið sér í skjól. Það gæti verið að einhver hafi tekið hann inn til sín og sé ekki með Facebook og viti ekki hvað hann á að gera.“

Máni svarar innkalli, en hann er þó orðinn heyrnadapur. Hann er að sögn eiganda blíður og góður og ekki hræddur við neinn.

Þeir sem verða varir við Mána er bent á að hafa samband við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu í síma: 444-1000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki