fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mogginn segir Báru hafa undirbúið upptökuna: „Það á greinilega að hjóla í helvítis tíkina“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. mars 2019 11:48

Bára Halldórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er greinilega verið að beita þeim aðferðum sem þeir heyrast segjast beita á upptökunum sjálfum. Það á að hjóla í helvítis tíkina því hún er húrrandi klikkuð kunta,“ segir Bára Halldórsdóttir er DV óskaði eftir viðbrögðum hennar við frétt Morgunblaðsins í dag um upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá kvöldinu er Bára hljóðritaði samtöl nokkurra þingmanna á Klaustri í nóvember í fyrra.

Frétt Morgunblaðsins byggist á frásögn Bergþórs Ólasonar, eins sexmenninganna á Klaustri, á frásögn lögfræðings hans af því sem er að sjá á upptöku úr eftirlitsmyndavél sem lögð hefur verið fram. Út frá frásögn Bergþórs staðhæfir Morgunblaðið að Bára virðist hafa undirbúið upptökuna fyrirfram.

Bára hefur sjálf skoðað upptökuna og samkvæmt því sem hún segir við DV er ýmist farið rangt með það sem sést á upptökunum í frétt Morgunblaðsins eða dregnar rangar ályktanir af því sem upptakan sýnir.

„Ég fór með mínum lögfræðingi að horfa á þessar upptökur og þá var mér tjáð að Reimar lögfræðingur hefði komið tvisvar til að horfa á þær. Líklega hafa þessir háu herrar ekki tíma til að sinna slíkum smáverkum,“ segir Bára.

Sat ekki lengi í bílnum og tók enga mynd

Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að Bára hafi setið lengi í bíl sínum fyrir utan barinn áður en hún fór inn. Enn fremur er staðhæft að hún hafi horft inn um glugga barsins áður en hún steig inn og verið lengi þar fyrir utan. Auk þess er því haldið fram að hún hafi tekið ljósmynd af þingmönnunum.

Bára segir þetta allt vera rangt og að sú upptaka sem hún hafi séð sýni þetta alls ekki. Aðeins 15 sekúndur hafi liðið frá því hún drap á bílnum fyrir utan barinn og gekk inn. „Ég hafði tíma til að hnerra og ekkert meira,“ segir Bára.

„Það sést hvergi á upptökunum að ég hafi tekið þessa mynd og það er algjörlega rangt að ég hafi setið lengi í bílnum.“

Í fréttinni er einnig látið að því liggja að það sé tortryggilegt að Bára hafi sótt sér ferðabæklinga á hótel í nágrenninu og sest aftur við borð sitt á barnum. Um þetta segir Bára við DV:

„Upprunalega átti ég að hafa verið svo vel undirbúin að ég mætti með ferðabæklinga en núna er ég svo vel undirbúin að þegar ég var búin að fara á salernið og setjast niður þá gerði ég nákvæmlega það sem ég sagði, ég fór að íhuga .þessar ferðir sem vinir mínir, útlendingarnir, voru búnir að tala um, og fór og sótti bæklinga til að lesa mér til um þær. Þetta er nú ekki grunsamlegra en það.“

Bára segir að upptakan leiði í ljós að þingmennirnir hafi verið á staðnum þegar hún kom inn. Jafnframt sé ljóst að hún hafi byrjað mjög snemma að taka upp samræðurnar:

„Það var einfaldlega af því að um leið og ég settist þá voru þeir að tala svona, það heyrist líka á upptökunum að strax í byrjun voru þeir í góðum gír.“

Bára segir alrangt að hún hafi ekki viljað að upptökurnar kæmu fram

Bára segir um fréttina í Morgunblaðinu:

„Mér sýnist að þetta sé ótrúlega fallegur uppspuni sem ætlað er að draga athyglina frá því að Bergþór var ásamt Gunnari Braga orðljótasti maðurinn á upptökunum. Siðanefnd Alþingis gaf þeim rétt til andmæla og líklega er tíminn sem þeir höfðu til þess að renna út. Þannig að það er fínt fyrir þá að dreifa athyglinni frá þeirri niðurstöðu sem er að koma frá Siðanefnd. Eins og þeir sögðu sjálfir þá er best að hjóla í helvítis tíkina, sem er ég, því hún er húrrandi klikkuð kunta. Eins og fleiri.“

Þá segir Bára að hún og hennar lögfræðingur hafi aldrei barist gegn því að upptökur úr eftirlitsmyndavélum kæmu fram.

„Við börðumst gegn tvíreksri Miðflokksmanna á málinu. Við vildum ekki að þeir fengju upptökuna í hendur en þess í stað vildum við að eftirlitsstofnun sem hefur siðferðislegt gildi færi yfir upptökuna. Ef við hefðum ekki viljað að upptakan kæmi fram hefðum við líklega barist gegn því hjá Persónuvernd, en það gerðum við ekki.“

Í Morgunblaðsfréttinni er eytt nokkru púðri í að Bára sjáist handleika snúrur og svartan hlut á upptökunum. Bára segir að snúrurnar geti bara verið heyrnartólin hennar og svarti hluturinn sé líklega hleðslubanki sem hún notaði fyrir símann þar sem hún hafði ekki aðgang að innstungu.

Ótrúleg spádómsgáfa

Bára segir einnig sérkennilegt að með því að leggja ofuráherslu á að reyna að sanna að hún hafi ákveðið að taka upp samræðurnar fyrirfram sé í raun verið að eigna henni ótrúlega spádómsgáfu:

„Hvernig svo sem upptakan kom til þá er aðalatriði málsins þau ummæli sem þeir létu falla á upptökunni. En ég átti semsagt að hafa sest þarna með þá vitneskju að ef ég ýtti á „record“ á símanum þá myndi ég ná þessu efni. Ég þakka bara fyrir þetta mat á hæfileikum mínum. Þó að ég sé ágæt spákona á spil þá er þetta nokkuð langt gengið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki